Turmerik krydd (Turmeric Powder) frá TRS innkallað

Fréttatilkynning frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur

Efni:  Turmeric Powder  innkallað af markaði vegna örverumengunar.

Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hafa borist upplýsingar frá Matvælastofnun um að í Evrópu hafi greinst Salmonella í Turmerik kryddi (Turmeric Powder) frá TRS. Dreifingaraðili á Íslandi, Vietnam Market, hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ákveðið að innkalla vöruna af markaði.   

Vörumerki: TRS.

Vöruheiti: Turmeric Powder Haldi.

Nettóþyngd: 100 g.

Best fyrir: 31 mars 2014.

Umbúðir: Plastpokar.

Dreifing: Vietnam Market, Suðurlandsbraut 6.

Upprunaland: Indland.

Varan er ekki lengur í dreifingu.  Viðskiptavinir, sem keypt hafa vöruna, eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða hafa samband við Vietnam Market.

............................

Um Salmonella af vef Matvælastofnunar, www.mast.is.

Salmonella hefur lengi verið þekktur sýkingarvaldur og finnst hún víða í náttúrunni. Náttúruleg heimkynni hennar er jarðvegur, vatn, fóður, matvæli og meltingarvegur dýra.

Kjörhitastig bakteríunnar er um 37 °C en hún getur vaxið við hitastig allt frá 5°C upp í 47°C. Bakterían er mjög hitanæm og drepst við 70°C, kjörsýrustig hennar er 7,0, hún getur vaxið í matvælum með saltinnihald allt upp 8% auk þess getur hún lifað af þurrkun.

Með góðu hreinlæti, hindra krossmengun og fullnægjandi hitun matvæla áður en þeirra er neitt, má draga úr hættu á salmonellasýkingu.