Skiptibókamarkaður Söguhrings kvenna

Söguhringur kvenna mun standa fyrir skiptibókamarkaði í aðalsafni Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15, sunnudaginn 2. september frá kl. 14 til 17. Þar gefst fólki kostur á að gefa og eignast góðar bækur á ýmsum tungumálum, tónlist og tímarit.

Skiptibókamarkaðurinn er hluti af viðburðaröðinni „Heimsbókmenntir á hausti“, sem Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og fleiri standa að.

Sérstakur gestur verður Dagmar Trodler, rithöfundur frá Þýskalandi, sem flutti til Íslands árið 2009. Dagmar mun lesa á ensku brot úr sögum sínum sem fjalla m.a. um miðaldir og kvenfanga sem fluttir voru til Ástralíu á nítjándu öld.

Deilum heimsbókmenntum, lesum ljóð/texta fyrir hvert annað á íslensku eða öðru tungumáli, hlustum á tónlist, drekkum kaffi og spjöllum! Barnaefni og börn eru velkomin.

Nánari upplýsingar á Facebook.

The Women‘s Story Circle takes part in the event “A Season of World Literarture” hosted by Reykjavík UNESCO City of Literature and others this sunday from 2 to 5. You can give and receive good books in any language, music and magazines. Let’s share the worlds‘ literature, read poetry/texts for one another, in Icelandic or other languages, listen to music, drink coffee and talk! Children‘s material and children are welcome as well!

A special guest, Dagmar Trodler, who is a German writer and has been living in Iceland since 2009, will read from her works.

 

Further information on Facebook.