Fjölbraut í Breiðholti og Iðnskólinn í Hafnarfirði taka höndum saman í Semetríu 2012

Semetría á 19. hæð í Höfðatorgi kl. 20:00 miðvikudaginn 21. nóvember 2012

Semetría er tísku- og ljósmyndasýning unnin í samstarfi Fjölbrautaskólans í Breiðholt og Iðnskólans í Hafnarfirði.



Fjórir útskriftarnemendur af Fata- og textílbraut FB hanna og sauma fatalínur. Nítján nemendur af Snyrtibraut FB annast förðun. Fimmtán nemendur Iðnskólans í Hafnarfirði gera hárgreiðslur og tuttugu og fjórir nemendur Iðnskólans í Hafnarfirði tóku ljósmyndir.

Snemma í nóvember hittust allir þessir nemendur og módelin voru förðuð, greidd, klædd í fötin og lagt af stað í myndatökur. Myndatökurnar fóru fram út um allan bæ inni og úti, meðal annars í Þjóðleikhúsinu, Þjóðmenningarhúsi og fleiri stöðum.



Þann 21. nóvember kl. 20:00 mun afrakstur þessara myndatöku ásamt frumlegri tískusýningu vera sýnt á 19. hæð í Höfðatorgi. Léttar veitingar í boði og allir velkomnir.