Ellefu hús til sölu og flutnings
Reykjavíkurborg hefur auglýst til sölu og flutnings ellefu timburhús. Fimm húsanna voru notuð fyrir starfsemi skólagarðanna víða um borgina og önnur fimm voru notuð sem kennslustofur við Rimaskóla, en hafa ekki verið notuð sem slík um tíma. Ellefta húsið er fyrrum húsnæði leikskóla. Flutningur húsanna verður á ábyrgð og kostnað kaupenda.
Húsin verða seld í því ástandi sem þau eru í dag og eru kaupendur hvattir til að kynna sér það vel. Á vef Reykjavíkurborgar eru ljósmyndir af húsunum ásamt ástandsmati fasteignasala. Óskað er eftir tilboðum í húsin í síðasta lagi 13. nóvember nk. Borgin áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.