Día de los muertos í Borgarbókasafni 3. nóvember

Español abajo



Laugardaginn 3. nóvember mun HOLA - félag spænskumælandi á Íslandi halda upp á „Día de los muertos“ eða „dag hinna dauðu“ á 1. hæð í aðalsafni kl. 14 - 16.

„Día de los muertos“ er upprunalega méxikóskur frídagur og er honum fagnað um alla Mexíkó sem og annars staðar í hinum spænskumælandi heimi. Á deginum safnast fjölskyldan og vinir saman til að minnast þeirra sem eru látnir. „Día de los muertos“ er 1. nóvember og er hann tengdur Allraheilagramessu eða Allrasálnamessu sem er 2. nóvember.

Að þessu sinni er haldið upp á daginn þann 3. nóvember í aðalsafni til að sem flestir geti tekið þátt. Aðilar í Hola. sem koma víða að úr hinum spænskumælandi heimi, munu sýna hvernig deginum er fagnað í sínu heimalandi.

Í barnadeildinni verður boðið upp á sögustund á spænsku kl. 15. Börnin eru hvatt til að mæta í búningum og verða verðlaun veitt fyrir besta búninginn.

Dagskráin er liður í hinu nýstofnaða Heimstorgi Borgarbókasafns en þar gefst félögum innflytjenda tækifæri til að nýta húsnæði safnsins fyrir félaga sína og aðra.

Allir eru velkomnir!

La asociación de hispanohablantes residentes en Islandia ,Hola-Félag spæanskumælandi á Islandi , celebraran el próximo 3 de noviembre el tradicional Dia de los muertos de 2 a 4 de la tarde en el primer piso de la biblioteca central, para lo cual esperamos contar con la presencia de todos los interesados en conocer esta costumbre realizada en distintos paises y en diferentes formas. A la par se realizara en el segundo piso de la biblioteca a partir de las 3 de la tarde una reunión para los ninos, los cuales podran venir disfrazados y habra concursos de disfrazes y bailes y se premiaran a los mas creativos.

Todos son bienvenidos!