16 framboð gild til borgarstjórnarkosninga

Kosningar Mannlíf

""

Yfirkjörstjórn Reykjavíkur hefur úrskurðað 16 framboð gild til borgarstjórnarkosninga 26. maí 2018.

Yfirkjörstjórn Reykjavíkur hóf móttöku framboðslista milli klukkan 13.00 og 14.00 föstudaginn 4. maí og þá skiluðu ellefu framboð inn framboðslistum. 5 framboð skiluðu inn listum í gær milli klukkan 10.00 og 12.00. Að lokinni móttöku var svo farið yfir alla framboðslista og gengið úr skugga um hvort listarnir væru gildir. Yfirkjörstjórn hefur úrskurðað að eftirfarandi framboð séu gild við borgarstjórnarkosningar 26. maí nk.

B-listi Framsóknarflokksins
C-listi Viðreisnar
D-listi Sjálfstæðisflokksins
E-listi Íslensku þjóðfylkingarinnar
F-listi Flokks fólksins
H-listi Höfuðborgarlistans
J-listi Sósíalistaflokks Íslands
K-listi Kvennahreyfingarinnar
M-listi Miðflokksins
O-listi Borgarinnar okkar - Reykjavíkur
P-listi Pírata
R-listi Alþýðufylkingarinnar
S-listi Samfylkingarinnar
V-listi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs
Y-listi Karlalistans
Þ-listi Frelsisflokksins