12 verkefni hljóta styrk úr Vestnorræna höfuðborgasjóðnum

Við Reykjavíkurhöfn

Stjórn Vestnorræna höfuðborgasjóðs Nuuk, Reykjavíkur og Tórshavn kom saman föstudaginn 9. september 2022 og samþykkti að styrkja 12 af 16 umsóknum sem bárust sjóðnum á þessu ári.

Við ákvörðun stjórnar var m.a. metið hvort efni og umfang verkefna samrýmist reglum sjóðsins. Til úthlutunar voru alls DKK 600.000.

Í Sermersooq hlutu fjögur verkefni af átta styrk að upphæð DKK 132.800. Í Tórshavn komu þrjú verkefni til álita og hlutu þau öll styrk, samtals að upphæð DKK 188.500. Fimm umsóknir bárust til Reykjavíkur og fengu öll verkefnin styrk, samtals að upphæð DKK 200.000. Verkefnin sem um ræðir eru:

 

Vigdís og Villi skoða heiminn (mini series)     Snark ehf  90.000 DKK
Climate Impact Lab: The Impact of the North  RIFF  50.000 DKK
The College Film Festival   Kvikmyndafélag ungmenna  30.000 DKK

Awareness and Cohesion of Professionals in Leisure Services – Visit to Thorshavn

 Félag fagfólks í frítímaþjónustu  15.000 DKK
Awareness and Cohesion of Professionals in Leisure Services – Visit to Nuuk  Félag fagfólks í frítímaþjónustu  15.000 DKK

 

Næst verður opnað fyrir umsóknir í sjóðinn í janúar/febrúar 2023.