Vörðuskóli - endurnýjun glugga og þaks
framkvæmdum við endurnýjun þaks og glugga lauk á haustmánuðum 2024
í undirbúningi er að bjóða út múrkerfi með einangrun utan á alla útveggi bygginga Vörðuskóla - reiknað er með að framkvæmdir við múrkerfi hefjist vorið 2025
Myndasafn
Hvað verður gert?
Gluggar og útidyrahurðar verða endurnýjaðar.
Aðalhurðhússins verður þó gerð upp og látin halda sér.
Þakvirki á aðalbyggingu er endurgert.
Þök á íþróttahúsum verða betrumbætt.
Asbest og annað óæskilegt og rakaskemmt byggingarefni fjarlægt.
Í hönnun er múrkerfi til að verja útvegginn og koma í veg fyrir leka sem mun jafnframt endurspegla sögulegt útlit hússins.
Hvernig gengur?
Nóv 2024
Endurnýjun glugga er lokið.
til að nýta tímann á meðan ekki liggja fyrir hvert endanleg framtíðarnotkun Vörðuskóla ( gamli Gagnfræðaskóli Austurbæjar ) þá verður hafist handa við að fullhreinsa byggingun að innan, fjarlæga timburinniveggi, ónýtar lagnir ásamt því að fylgjast með vel með hvar leki eða raki komi inn með útvegg húsins.
Maí 2024
Endurnýjun glugga er langt komin.
Lokið er endurgerð á þaki aðalhúss.
Hönnunar-og útboðsgögn vegna múrkerfis á útvegg í þróun.
okt 2024
Vinna við endurnýjun glugga og þaks er lokið
í undirbúningi er gerð verklýsinga og útboðsgagna vegna múrklæðningar á alla útveggi vörðuskóla