Vesturbæjarlaug - endurbætur á sánuklefum

Framkvæmdin felur í sér endurbætur á núverandi sánuklefum og rýmum tengdum þeim.
Núverandi sánuklefar og búningsklefar verða fjarlægðir, komið verður fyrir tveimur nýjum sánuklefum (þurrgufum) og einum infrarauðum klefa.
Apríl - júlí 2025
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Hvað verður gert?

Framkvæmdasvæðið er 154 m2 (brúttó). Helstu verkþættir eru:

  • Þrír nýir sánuklefar. 
  • Hvíldarrými fyrir framan sánuklefa með sturtum, bekkjum og drykkjarfonti.
  • Ný starfsmannaaðstaða inn af alrými við afgreiðslu sem er þvottaaðstaða, ræstirými og aðstaða sundkennara.  Auk þess verða lagfærð salerni gesta á sama svæði.
  • Aðgengi hreyfihamlaðra að afgreiðslu um sólargang með nýrri skábraut. 

Hvernig gengur?

Upphaf framkvæmdar

Framkvæmdin er í útboði og áætlun um að hún hefjist í apríl.

Hver koma að verkinu?

Verkkaupi

Reykjavíkurborg
Síðast uppfært 10.03.2025