No translated content text
Reynisvatnsás - Umhverfisfrágangur 2023
Myndir
Hvað verður gert?
Verkið felst í framkvæmdum á fjórum svæðum við Reynisvatnsás. Um er að ræða eftirfarandi
framkvæmdir:
- Steypt stétt og nýr kantsteinn framan við Haukdælabraut nr. 44-46.
- Steypt stétt og nýr kantsteinn framan við Haukdælabraut nr. 116.
- Steypt stétt og nýr kantsteinn við Haukdælabraut nr. 11.
- Steypt stétt og nýr kantsteinn við Haukdælabraut nr. 124.
Hvernig gengur?
Júní 2023
Farin var eftirlitsferð í hverfið og merkt við þau svæði sem ókláruð eru og hægt er að vinna, þar sem framkvæmdir bygginga á lóð eru langt komnar. Teikningar og hönnun er í vinnslu hjá VSÓ Ráðgjöf. Stefnt er á að bjóða verkið út seinna í sumar og að framkvæmdir verði í haust.
Júlí 2023
Verktaki hefur verið fenginn í að framkvæma verkið ásamt því að eftirlitsaðili hefur verið skipaður til að fylgjast með framkvæmdum. Verktaki stefnir á að hefja framkvæmdir í byrjun september.