Reynisvatnsás - Umhverfisfrágangur 2023

Yfirborðsfrágangur og eftirstöðvar gangstétta og gönguleiða í Reynisvatnsás.
Framkvæmdatími 7. júlí 2023 til 1. nóvember 2023
Undirbúningur
Í framkvæmd
Lokið

Myndir

Hvað verður gert?

Verkið felst í framkvæmdum á fjórum svæðum við Reynisvatnsás. Um er að ræða eftirfarandi

framkvæmdir:

  1. Steypt stétt og nýr kantsteinn framan við Haukdælabraut nr. 44-46.
  2. Steypt stétt og nýr kantsteinn framan við Haukdælabraut nr. 116.
  3. Steypt stétt og nýr kantsteinn við Haukdælabraut nr. 11.
  4. Steypt stétt og nýr kantsteinn við Haukdælabraut nr. 124.

Hvernig gengur?

Júní 2023

Farin var eftirlitsferð í hverfið og merkt við þau svæði sem ókláruð eru og hægt er að vinna, þar sem framkvæmdir bygginga á lóð eru langt komnar. Teikningar og hönnun er í vinnslu hjá VSÓ Ráðgjöf. Stefnt er á að bjóða verkið út seinna í sumar og að framkvæmdir verði í haust.

Júlí 2023

Verktaki hefur verið fenginn í að framkvæma verkið ásamt því að eftirlitsaðili hefur verið skipaður til að fylgjast með framkvæmdum. Verktaki stefnir á að hefja framkvæmdir í byrjun september.

Hver koma að verkinu?

Verktaki

Bergþór ehf.

Verkstjóri verktaka

Bergþór Ottósson

Tæknilegur ráðgjafi verktaka

Kristinn Wiium Tómasson

Verkefnisstjóri USK

Sturla Sigurðarson

Eftirlit

Hnit verkfræðistofa hf.
Síðast uppfært 12.03.2024