Múlaborg og viðbótarhúsnæði Ármúla 6 breytingar á lóðum 2025

Verkið snýr að breytingum á leikskólalóð Múlaborgar leikskóla auk lóðar viðbótarhúsnæðis Múlaborgar við Ármúla 6, 108 Reykjavík. Um er að ræða endurgerð á norðaustur (aftan við á aðalleiksvæði) og norðvestuhluta lóðar (framan við leikskólann) Múlaborgar (850 m²) ásamt stækkun ungbarnasvæðis Múlaborgar (800 m²) auk breytinga inná lóð viðbótarhúsnæðis Múlaborgar að Ármúla 6 (750 m²) en svæðið er í heildina u.þ.b 2400 m² að stærð. Um er að ræða lagfæringu / styrkingu á viðkomandi svæði. Aðgengi fyrir alla, leiktæki, yfirborðsefni og svæði fyrir hugmyndaleiki barna verður bætt. Helstu verkliðir eru jarðvinna, landmótun, hellulögn, frágangur gras- og gróðursvæða og frágangur kringum leiktæki. Þá er inní verkinu að girða af opið grænt svæði við hlið lóðarinnar sem mun einnig nýtast starfsemi leikskólans.
Framkvæmdatími: ágúst 2025 - nóvember 2025
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Breytingar á lóð Múlaborgar og viðbótarhúsnæði 2025 - Myndir

Hvað verður gert?

Svæðaskipting breytist á lóð og því verður eitthvað um tilfærslur á leiktækjum þar sem leiktæki eru ætluð fyrir mismunandi aldurshópa. 

Lóðirnar við Múlaborg (Ármúli 8A) og Viðbótarhúsnæði Múlaborgar (Ármúli6) verða sameinaðar og legu girðinga breytt. Svæði eldri barna á lóð 

Múlaborgar fær upplyftingu og yngribarnasvæðið verður stækkað. Lýsing verður bætt, sérstaklega austast á lóð Múlaborgar og bætt verður við 

snjóbræðslusvæði framan við byggingu Múlaborgar við aðalinngang.  

Hvernig gengur?

Ágúst 2025

Byrjun verks frestað, verk hefst 8.september.

Hver koma að verkinu?

Verktaki

Sólgarður slf.

Verkftirlit

Fannar Geirsson - Verkfræðistofu Reykjavíkur

Verkefnastjóri

Andri Þór Andrésson
Síðast uppfært 19.08.2025