Litli-Jörfi - Endurnýjun húsnæðis (Garðaborg leikskóli)

Húsnæði leikskólans Garðaborgar gengst undir heildarendurnýjun. Verkefnið er hluti af viðhaldsátaki Reykjavíkurborgar.
Vetur 2023 – Vor 2025
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Aðaluppdrættir

Hvað verður gert?

Framkvæmdin felst í niðurrifi innanhúss ásamt þakvirki, fullnaðarfrágangi að utan og innan ásamt gluggaísetningu.

Frágangur að utan felst í að veggir og þak verður einangrað með nýrri utanhússklæðningu. 

Frágangur að innan felst í endurskipulagningu á grunnplani, uppsetningu inniveggja, hurða, loftklæðningar, innréttinga og loftræsingu ásamt öðrum húskerfum. 

Reykjavíkurborg hyggst fá umhverfisvottun samkvæmt Svaninum fyrir endurbætur bygginga.

Hvernig gengur?

September 2025

Leikskólinn opnar fyrir starfsemi

Framkvæmdin og húsnæðið fær Svansvottun

Júní - Ágúst 2025

Júní

Lokafrágangur verkframkvæmdar fór fram í júní ásamt prófunum og mælingum. 

Júlí

Öryggis- og lokaúttekt fór fram í júlí. Bregðast þurfti við nokkrum athugasemdum frá Byggingarfulltrúa og Slökkviliði.

Gefin var út öryggis- og lokaúttekt í kjölfar þess að brugðist var við athugasemdum.

Ágúst

Heilbrigðiseftirlitið gaf út starfsleyfi fyrir leikskólann.

Maí 2025

Lokið var við endurstillingar á loftræsikerfi og aðstoða verkkaupa að setja upp og tengja ýmis tæki og búnað.
Unnið er við að múra sjónsteypuveggi og tilheyrandi (aukaverk). Unnið var við uppsetningu á gardínum.

Framkvæmdum er að mestu lokið en eftirfarandi verkþættir eru eftir:

  • Klár vinnu við að múra, sparsla og mála sjónsteypuveggi í fjórum rýmum en um er að ræða aukaverk. Þessi vinna klárast 10-12. júní 2025.
  • Lokaúttekt byggingarfulltrúa fer fram 12.júní 2025
  • Loftgæðamæling og tilheyrandi 20-24.júní 2025
  • Handbækur hafa að mestu borist frá verktaka en eftir að fínslípa með eftirliti

Hver koma að verkinu?

Verkkaupi

Reykjavíkurborg

Byggingarstjórn og eftirlit

VSÓ Ráðgjöf

Aðalverktaki

K16 ehf.
Síðast uppfært 10.09.2025