KR- fjölnotahús

KR - fjölnotahús
Áætluð verklok 31.des 2026
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Yfirlitsmynd af svæði KR í Frostaskjóli

Hvað verður gert?

Fyrirhugað er að reisa 6.900 m2 fjölnota íþróttahús á svæði KR í Vesturbæ Reykjavíkur. Byggingin verður inni á miðju íþróttasvæði KR milli keppnis- og æfingavellar. Miðað er við að húshlutinn sem hýsir knattspyrnuæfingar verði stálgrindarhús. Í stálgrindarhúsinu er gert ráð fyrir að hægt verði að æfa knattspyrnu innandyra á gervigrasvelli og er miðað við að hægt sé að keppa mótsleiki í 8 manna bolta. Eins og heitið gefur til kynna er byggingin fjölnota þó knattspyrnuæfingar séu rúmfrekasti þáttur væntanlegrar starfsemi í byggingunni, einnig er gert ráð fyrir fjölnota sölum fyrir m.a. taekwondo, skák, pílu, tónlistaskóla o.fl., auk funda- og samkomuhalds af ýmsum toga.  Í hliðarbyggingu hússins er gert ráð fyrir skrifstofurýmum, lyftingarsal, fundarsölum og öðrum rýmum sem tengjast starfsemi hússins.

Hvernig gengur?

Staða framkvæmdar

KR fjölnotahús 

21. ágúst 2025
Þann 21. ágúst 2025 voru opnuð tilboð í ofangreint útboð og skiluðu fjögur fyrirtæki inn tilboði.

23. október 2025
Innkaupa- og framkvæmdaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum þann 23. október 2025 að ganga að tilboði  Eykt ehf. sem átti hagkvæmasta gilda tilboðið í EES útboði.

21. nóvember 2025
Undanfarna daga hefur verkkaupi og framkvæmdaraðili verið að ganga frá formlegum atriðum sýn á milli.

Núna á næstu dögum mun Eykt ehf byggingafélag taka við rekstri framkvæmdasvæðis og byrja á aðstöðusköpun og í framhaldi hefja framvæmdir.

 

 

 

Hver koma að verkinu?

Verkkaupi Reykjavíkurborg

Verkefnastjóri - nýbyggingar
Kristján Sigurgeirsson

Framkvæmdaraðili Eykt ehf

Eykt ehf sér um aðalhönnun framkvæmdar
Síðast uppfært 26.11.2025