No translated content text
Hlemmur og nágrenni: Rauðarástígur-Laugavegur - gatnagerð, yfirborðsfrágangur og lagnir
Myndasafn
Hvað verður gert?
Framkvæmdin felur í endurnýjun götuhluta Laugavegs og Rauðarárstígs sunnan og austan við Hlemm. Núverandi fráveitulögn verður endurnýjuð með tvöföldu kerfi regnvatns- og skolps. Fyrirliggjandi heimæðar og niðurföll verða tengd nýja kerfinu auk nýrra svelgja í regnbeðum. Hluti hitaveitulagna í götustæði verða endurnýjaðar sem og vatnsveitulagnir.
Samfara endurnýjun lagna verður götukassi endurnýjaður að fullu með fullnaðarfrágangi undirbyggingar í samræmi við snið, gróðurbeðum blágrænna lausna, nýrri hellulögn í gang- og götustæði ásamt nýju snjóbræðslukerfi undir hellulögn. Gengið verður að fullu frá fæðistrengjum rafmagns í jörðu og verður einnig götulýsing endurnýjuð.
Tímabundinn yfirborðsfrágangur verður á svæði við Hverfisgötu þar til framkvæmdir við Borgarlínu hefjast þar. Samræma þarf hönnun þessa svæðis við það verkefni þegar hönnun þess liggur fyrir. Gert er ráð fyrir að svæðið verði nýtt sem kynningaraðstaða fyrir Hlemm verkefnið og að svæðið verði hellulagt og malbikað án snjóbræðslu.
Hvernig gengur?
Jarðvinna og veitulagnavinna í gangi
Vinna við veitulagnir á Rauðarárstíg hefur gengið vel en nú hefur verið byrjað með framkvæmdir byrjaðar á Laugaveg. Unnið er að mikilvægum lagnatengingum á þessum gatnamótum og reiknað er með að hægt verði að hefja yfirborðsfrágang á Rauðarárstíg í september samhliða veitulagnavinnu á Laugavegi.