Garðaborg – Endurgerð húsnæðis

Verkið felst í heildar endurnýjun á húsnæði Garðaborgar leikskóla. Verkefnið fellur undir átaksverkefni í viðhaldi sem felur í sér breytingu á innra skipulagi og uppfærslu á ytra hjúp hússins.
Vetur 2023 – Vor 2025
Undirbúningur
Hafið
Lokið

Aðaluppdrættir

Hvað verður gert?

Framkvæmdin felst í niðurrifi innanhús ásamt þakvirki, fullnaðarfrágangi að utan og innan ásamt gluggaísetningu. Niðurrif er hafið en ekki að fullu klárað, Það sem stendur eftir niðurrif eru burðarveggir og gólf. Frágangur að utan felst í að veggir og þak verður einangrað með nýrri utanhússklæðningu. Frágangur að innan felst í endurskipulagningu á grunnplani, uppsetningu inniveggja, hurða, loftklæðningar, innréttinga og loftræsingu ásamt öðrum húskerfum. Reykjavíkurborg hyggst fá umhverfisvottun samkvæmt Svaninum fyrir endurbætur bygginga. Núverandi bygging er hefðbundið staðsteypt hús byggt árið 1982.

Hvernig gengur?

Apríl 2024

Búið er að leggja gólfhitalagnir og flota yfir þær.

Áframhaldandi vinna við þakvirki. Verið er að þurrka þakvirki áður en vinna við einangrun hefst.

Hafin er vinna á járnbendingu fyrir útkragandi glugga.

Mars 2024

Vinnupallar settir upp að utan og þakvinna hefst, límtrésbitar settir upp og uppbygging þakvirkis í framhaldi. Rif og hreinsun innanhúss og málning fjarlægð af steyptum veggjum innandyra. Fræsing fyrir gólfhita.

Febrúar 2024

Uppsetning á afmörkun vinnusvæðis hefst. Niðurbrot steypu hefst fyrir lagnir og utanhússklæðningu. Hellulögn fjarlægð.

Hver koma að verkinu?

Verkkaupi

Reykjavíkurborg

Byggingarstjórn og eftirlit

VSÓ Ráðgjöf

Aðalverktaki

K16 ehf.
Síðast uppfært 11.04.2024