Garðaborg – endurgerð

Húsnæði leikskólans Garðaborgar gengst undir heildarendurnýjun. Verkefnið er hluti af viðhaldsátaki Reykjavíkurborgar.
Vetur 2023 – Vor 2025
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Aðaluppdrættir

Hvað verður gert?

Framkvæmdin felst í niðurrifi innanhúss ásamt þakvirki, fullnaðarfrágangi að utan og innan ásamt gluggaísetningu.

Frágangur að utan felst í að veggir og þak verður einangrað með nýrri utanhússklæðningu. 

Frágangur að innan felst í endurskipulagningu á grunnplani, uppsetningu inniveggja, hurða, loftklæðningar, innréttinga og loftræsingu ásamt öðrum húskerfum. 

Reykjavíkurborg hyggst fá umhverfisvottun samkvæmt Svaninum fyrir endurbætur bygginga.

Hvernig gengur?

Maí 2025

Lokið var við endurstillingar á loftræsikerfi og aðstoða verkkaupa að setja upp og tengja ýmis tæki og búnað.
Unnið er við að múra sjónsteypuveggi og tilheyrandi (aukaverk). Unnið var við uppsetningu á gardínum.

Framkvæmdum er að mestu lokið en eftirfarandi verkþættir eru eftir:

  • Klár vinnu við að múra, sparsla og mála sjónsteypuveggi í fjórum rýmum en um er að ræða aukaverk. Þessi vinna klárast 10-12. júní 2025.
  • Lokaúttekt byggingarfulltrúa fer fram 12.júní 2025
  • Loftgæðamæling og tilheyrandi 20-24.júní 2025
  • Handbækur hafa að mestu borist frá verktaka en eftir að fínslípa með eftirliti

Mars - Apríl 2025

Innanhúss
Í mars og apríl var unnið við lokafrágang á salernum, uppsetningu eldhúsinnréttingum og tengingu á tækjum sem verkkaupi útvegaði. Unnið var við uppsetningu á loftræsiristum á göflun (sér götuð), og ýmsar lagfæringar á utanhússfrágangi sem fram komu í úttekt á frágangi utanhúss. Unnið var við úttektir, stillingar og prófanir á tæknikerfum eins og brunaviðvörunarkerfi, hitakerfi, loftræsikerfi ofl. Framkvæmdar voru hljóðmælingar, loftmagnsstillingar og loftgæðamælingar.
Unnið var við uppsetningu á hljóðbölum og lokafrágangi á innréttingum (setja höldur)
Unnið var við uppsetningu á skilrúmum og EI 30 hlerum á WC. Unnið var við breytingar á loftræsingu í eldhúsi til að auka innblástur í rýmið. Unnið var við uppsetningu á fatahólfum og tilheyrandi sem verkkaupi skaffaði. Lokamálun á gluggum þ.e. blettamálun kláraðist í byrjun mars.
Unnið var við lokaþrif verktaka í apríl.
Laus búnaður þ.e. húsgögn og leiktæki komu í hús í apríl.
Utanhúss
Unnið var við uppsetningu á loftræsiristum á göflun (sér götuð), og ýmsar lagfæringar á utanhússfrágangi sem fram komu í úttekt á frágangi utanhúss. Húsnúmer var sett upp á gafl húss og grindverk við bílastæði.

Janúar - Febrúar 2025

Innanhúss
Í janúar og febrúar hefur verið unnið við lokafrágang á lofræsingu þ.m.t. gangsetningu og stillingu. Unnið hefur verið við lokafrágang á ljósum og tenglum og tengja og forrita öll tæknikerfi s.s. innbrotakerfi, brunaviðvörurnarkerfi og aðgangstýrikerfi. Unnið hefur verið við lokafrágang á stýringu á gólhitakerfi þ.e. setja upp þáðlausa hitanema (display) ofl. Unnið hefur verið við ýmis viðbótarverk eins og pumpur á eldvarnarhurðir sem virkjast við brunaboð („swing free“ pumpur).
Byrjað var á forúttektum á tæknikerfum í febrúar. Unnið var við lokaumferð á málun.
Utanhúss
Unnið var við lokafrágang á utanhússklæðningu í janúar en eftir er að klára að setja ristar á göflum sem verða settar upp í byrjun mars. Unnið var við lokafrágang á hellulögn/lóð í janúar og unnið var við þrif á lóð og húsi.

Hver koma að verkinu?

Verkkaupi

Reykjavíkurborg

Byggingarstjórn og eftirlit

VSÓ Ráðgjöf

Aðalverktaki

K16 ehf.
Síðast uppfært 27.05.2025