Garðaborg – endurgerð

Húsnæði leikskólans Garðaborgar gengst undir heildarendurnýjun. Verkefnið er hluti af viðhaldsátaki Reykjavíkurborgar.
Vetur 2023 – Vor 2025
Undirbúningur
Í framkvæmd
Lokið

Aðaluppdrættir

Hvað verður gert?

Framkvæmdin felst í niðurrifi innanhúss ásamt þakvirki, fullnaðarfrágangi að utan og innan ásamt gluggaísetningu.

Frágangur að utan felst í að veggir og þak verður einangrað með nýrri utanhússklæðningu. 

Frágangur að innan felst í endurskipulagningu á grunnplani, uppsetningu inniveggja, hurða, loftklæðningar, innréttinga og loftræsingu ásamt öðrum húskerfum. 

Reykjavíkurborg hyggst fá umhverfisvottun samkvæmt Svaninum fyrir endurbætur bygginga.

Hvernig gengur?

Júlí 2024

Verkið er nokkurn vegin á áætlun. 

Óskað hefur verið eftir að verktaki leggi fram endurskoðaða verkáætlun þar sem nokkrir liðir hafa hliðrast nokkuð.

Sumir liðir eru á undan áætlun og aðrir á eftir. Staða verks verður metin betur eftir verslunarmannahelgi þegar endurskoðuð verkáætun liggur fyrir. 

Þess ber þó að geta að verkið gengur vel og virðist nokkurn vegin vera áætlun.

 

Staða verks í byrjun 10. júlí:

Lokið er við allan þakfrágang nema þakkant og tilheyrandi. Lokið er við einangrun þaks og að setja upp rakasperru.

Búið að leggja gólfhita og flota yfir

Lokið er nánast við alla innveggi og unnið er við lokafrágang, kíttun o.þ.h.

Gluggar eru komnir á verkstað og byrjað verður á ísetningu á næstu dögum. Beðið er eftir mannskap

Lokið er við að leggja rafmagnsrör/dósir í innveggi og unnið er við að klára lagnleiðir í lofti og byrjað er að leggja strengi í veggi og netstiga/bakka

Lokið er við allar neysluvatnslagnir í innveggjum og unnið er við lagnir í loftum

Von er á að spörslun og undirvinna fyrir málun innanhúss hefjist á næstu dögum. Farið verður í rykhreinsun og tiltekt innanhúss áður en þessi verkþáttur hefst

Loftræsisamstæður eru komnar í hús og verið er að smíða upphengjur fyrir samstæður. Reiknað er með að vinna við loftræsingu hefjist í júlímánuði eða strax eftir verslunarmannahelgi

Júní 2024

Innanhúss:
Í júní var unnið við innveggi, pípulagnir og raflagnir í veggjum. Veggir voru langt komnir um mánaðarmótin. Einnig var vinna viðvið gifsklæðningar í lofti meðfram brunaveggjum kláruð að mestu. Veitur kláruðu að leggja nýtt kaldavatnsinntak. Lokið var við að setja wc kassa á salernum og pípulagnir eru mjög langt komnar í loftum. Netstigar eru nánast allir komnir í loftum og byrjað var á að leggja rafstengi
 

Utanhúss:
Litið var unnið utanhúss í júní nema að klára vinnu við nýtt inntak vatns. Lokið er við frágang á þéttingu og einangrun sökkla á suður-vestur- og austurhlið

Maí 2024

Lokið við frágang á rakasperru í þaki og vinna við innveggi hófst í byrjum mánaðar. Lokið er við að grinda alla veggi og einfalda. 

Byrjað var um mánaðarmótin á vinnu við raflagnir/lagnaleiðir og á pípulögnum í veggjum. 

Búið að setja upp alla klósettkassa og unnið er við gifsklæðningar í lofti við brunaveggi. Í maí var lokið við að mestu að múra útveggi lagnhliða nema við útkragandi glugga. Einnig var klárað að setja upp burðarvirki millipalla fyrir loftræsingu.


Gert er ráð fyrir að unnið verið á fullum krafti næstu vikurnar við pípulagnir og raflagnir. Byrjað verður á loftræstingu síðar í júní. Byrjað verður á að einangra og loka innveggjum.
 

Regn- og skolplagnir meðfram húsi á suður-, vestur- og austurhlið eru langt komnar. Vinna við frágang á söllum á sömu hliðum er einnig langt komin þ.e. þétta steypuskil botnplötu, setja takkadúk og einangra með harðpressaðri einangrun.

Hver koma að verkinu?

Verkkaupi

Reykjavíkurborg

Byggingarstjórn og eftirlit

VSÓ Ráðgjöf

Aðalverktaki

K16 ehf.
Síðast uppfært 17.07.2024