Garðaborg – endurgerð

Húsnæði leikskólans Garðaborgar gengst undir heildarendurnýjun. Verkefnið er hluti af viðhaldsátaki Reykjavíkurborgar.
Vetur 2023 – Vor 2025
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Aðaluppdrættir

Hvað verður gert?

Framkvæmdin felst í niðurrifi innanhúss ásamt þakvirki, fullnaðarfrágangi að utan og innan ásamt gluggaísetningu.

Frágangur að utan felst í að veggir og þak verður einangrað með nýrri utanhússklæðningu. 

Frágangur að innan felst í endurskipulagningu á grunnplani, uppsetningu inniveggja, hurða, loftklæðningar, innréttinga og loftræsingu ásamt öðrum húskerfum. 

Reykjavíkurborg hyggst fá umhverfisvottun samkvæmt Svaninum fyrir endurbætur bygginga.

Hvernig gengur?

Október 2024

Innanhúss:
Í október hefur aðallega verið unnið við lokafrágang á loftræsikerfi, ljúka við málun fyrstu umferðar veggja. Unnið var við flísalögn og flísalögn veggja og gólfa sem er nánast lokið. Einnig hefur verið unnið við lokafrágang lagna og rafmagn.

Utanhúss:
Unnið var við að einangra útveggi, setja öndunardúk yfir einangrun og byrjað á leiðarakerfi. Lokið var við að setja stálvirki á gaflenda húss. Lokið var að mestu við hellulögn nema í kringum fituskilju.

Prófanir og frávik

Slagregnspróf:
Slagregnspróf hefur farið fram á þremur gluggum og stóðust gluggar kröfur reglugerðar. Í fyrstu prófun kom fram frávik á opnanlegu fagi. Eftir stillingu á fagi var prófað aftur og þá stóðst glugginn prófunina. Farið var í kjölfarið á öll opnanleg fög glugga þ.e. að stilla „lokunarjárn“. VSÓ gerir nánari skýrslu um slagregnspróf.

Loftþéttleikapróf:
Loftþéttleikapróf fór fram 6. nóvember sl. Prófið var framkvæmt af Loftþéttleika ehf. ásamt VSÓ. Niðurstaða prófunarinnar var vel innan marka byggingarreglugerðar og kröfum Svansins fyrir nýbyggingar (20% betri BR). Von er á skýrslu frá prófunaraðila og VSÓ á næstu dögum.

Leki í tæknirými:
Leki kom fram í október í tæknirými á vatnslögn( bráðarbirgðalögn) fyrir vinnuskúra. Vatn flæddi um aðliggjandi gólf. Leka var fljótlega vart þannig að þurrkun hófst innan við 3-4 tímum. Mest allt vatn fór í gólfniðurföll í inntaksrými og aðliggjandi votrými. Mesta vatnið lá á flísalögðum gólfum og gólfi sem ekki var búið að leggja gólfefni. Eins og fyrr segir var brugðist hratt við vatn ryksugað og fengir á staðinn tveir öflugir hitablásarar. Eftirlit var boðað strax og staðinn. Nánast engar skemmdir urðu en þunnt lag af vatni 1-3 mm lág að veggjum á fáeinum stöðum í stuttan tíma þó aðallega steyptum veggjum. Smávægilegar málningarskemmdir urðu á tveimur stöðum á steypum veggjum. Fylgst var með rakastigi í veggjum og strax á öðrum degi mældist eðlilegt rakastig í veggjum og gólfi (sama og á þurrum veggjum og gólfum). Enn er fylgst með gifsveggjum (fermacel ) til öryggis. Þess ber að geta að fermacel þola vatn mikið betur raka en venjulegt gifs (með pappa). Um var að ræða lítið magn af vatni í stuttan tíma. Ef þurkum hefst innan sólarhrings eru litlar sem engar líkur á að mygla myndist.
Enn er fylgst gifsveggjum (fermacel ) til öryggis. Þess ber að geta að fermacel þola vatn mikið betur raka en venjulegt gifs.
Eftirlit og verktaki munu gera sérstaka skýrslu um málið þegar málinu verður lokað.

September 2024

Innanhúss:
Í september hefur aðallega verið unnið við loftræsikerfi, spörslun og málun fyrstu umferðar veggja. Byrjað var á flísalögn veggja og gólfa. Einnig hefur verið unnið lagnir og rafmagn lokið var við að tengja og hleypa rafmagni á aðaltöflu húss
 

Utanhúss:
Unnið var við að klára að mestu helllulögn meðfram húsi. Lokið var við snjóbræðslu m.a. að koma fyrir snjóbræðslukistu. Byrjað varð á einangra útveggi og setja stálvirki á gaflenda húss. Lokið var við að leggja rafmagnsþræði í þakrennur og ganga frá þakniðurföllum

Ágúst 2024

Innanhúss:
Í ágúst hefur aðallega verið unnið við loftræsikerfi, spörslun og málun veggja. Einnig hefur verið unnið við lagnir og rafmagn.
Utanhúss:
Lokið var við ísetningu glugga í byrjun ágúst og vinna við snjóbræðslu og hellulögn hófst sem klárast um miðjan september. Undirbúningsvinna við utanhússklæðningu er að hefjast.

Staða verks í byrjun september:
Lokið er við allan þakfrágang nema þakkant og tilheyrandi. Lokið er við einangrun þaks og að setja upp rakasperru.

Búið að leggja gólfhita og flota yfir og hleypa á hita á kerfið

Lokið er við alla innveggi og spörslun og grunnun er lokið.

Lokið er við ísetningu glugga en eftir að setja útihurðir 

Lokið er við að leggja rafmagnsrör/dósir í innveggi og unnið er við að klára lagnleiðir í lofti og byrjað er að leggja strengi í veggi og netstiga/bakka og draga í stengi

Lokið er við allar neysluvatnslagnir og frárennslislagnir í innveggjum og loftum

Loftræsisamstæður eru komnar í hús og uppsettar. Uppsetning loftræsistokka er mjög langt komin.

Lokið er við að þétta og einangra sökkla á öllum hliðum

Lokið er við múrverk þ.e. kanta meðfram gluggum

Unnið er að slagregnsprófun á gluggum og verður gerð sér úttektarskýrsla um úttekt.

Verið er að undirbúa vinnu við smíði innréttinga.

Lokið er við að leggja snjóbræðslu og unnið er við hellulögn

Lokið er við allar frárennslislagnir í jörðu nema við fituskilju sem kemur í október á verkstað.

Hver koma að verkinu?

Verkkaupi

Reykjavíkurborg

Byggingarstjórn og eftirlit

VSÓ Ráðgjöf

Aðalverktaki

K16 ehf.
Síðast uppfært 21.11.2024