Fjölmenningarþing

Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar

Á Fjölmenningarþingi skapast einstakt andrúmsloft fyrir fólk af öllum uppruna til að miðla og skapa þekkingu sín á milli, eiga lífleg samskipti og góðan dag saman. Leiðarljós þingsins eru samskipti, lýðræði og viðhorf. 

Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar verður haldið í Hinu Húsinu þann 4. maí 2024.

Þingið er mikilvægur vettvangur virkrar umræðu sem snertir á málefnum innflytjenda og fólks af erlendum uppruna. Reykjavíkurborg er fjölmenningarborg og eru um fjórðungur íbúa hennar af erlendum uppruna.

Sjónum verður beint að ýmsum málefnum sem eru í brennidepli svo sem tungumálum, bókmenntum, inngildingu og í fyrsta sinn verður málstofa sem er sérstaklega ætluð ungu fólki af erlendum uppruna og upplifunum þeirra í samfélaginu. 

Mikilvægt er að skrá sig á málstofurnar. Með því að smella á heiti málstofunnar opnast skráningargáttin.

Dagskrá

10:00 - Setning

10:05-11:00

  • Kynning á fjölbreyttum verkefnum úr fjölmenningarborginni Reykjavík 

11:30-12:15 - Málstofur

12:15-12:45 

  • Hádegishlé. Léttar veitingar frá Á Bístró

12:45-13:30 - Málstofur

13:30-14:00 Kaffihlé

14:15-15:00 - Pallborð

15:00 - Lokaatriði

 

Ensk útgáfa

Málstofur