Stóra upplestrarkeppnin 2015 í Laugardal, Háaleitis- og Bústaðahverfi

""

Lokahátíð Stóru upplestarkeppninnar í 7. bekk í Laugardal, Háaleitis- og Bústaðahverfi var haldin í Grensáskirkju þriðjudaginn 24.mars. Keppnin var vel sótt af foreldrum, nemendum og skólafólki.

Lesararnir voru 12 og komu frá Breiðagerðisskóla, Fossvogsskóla, Háaleitisskóla, Langholtsskóla, Laugalækjarskóla og Vogaskóla. Undirbúningur þeirra var til fyrirmyndar og voru þeir skólum sínum til mikils sóma.

Að þessu sinni voru skáld keppninnar Guðrún Helgadóttir og Anton Helgi Jónsson. Lesnar voru svipmyndir  úr bókinni Öðruvísi fjölskylda eftir Guðrúnu og ýmis ljóð eftir Anton Helga. Einnig lásu keppendur ljóð að eigin vali. Vinningahafar frá 2014 þær Helga Björg og Urður lásu kynningar. Einnig fluttu nemendur úr Tónskóla Sigursveins tónlist milli atriða í dagskránni með glæsibrag. Anna Soffía Hauksdóttir spilaði á fiðlu, Ragnhildur Björt Björnsdóttir á píanó og Kjartan Örn Styrkársson lék á trompet. Meðleikarar voru þær Júlíana Rán Indriðadóttir á píanó og Nína Margrét Grímsdóttir á píanó.

Félag íslenskra bókaútgefenda færði öllum keppendum bók að gjöf með nokkrum ljóðum Antons Helga Jónssonar.  Fjögurra manna dómnefnd valdi þrjá keppendur sem sigurvegara og færði Björk Einisdóttir frá Röddum þeim og skólum þeirra viðurkenningarskjöl og Íslandsbanki  veitti peningaverðlaun.

  1. Verðlaun: Benedikt Gylfason, Fossvogsskóla.                                                                 
  2. Verðlaun: Júlía Helga Högnadóttir, Laugalækjarskóla
  3. Verðlaun: Lísbet Sveinsdóttir, Fossvogsskóla

 

Aðrir lesarar og varamenn voru:                                                                                                                                                                             

  • Andrea Kristín Lárusdóttir, Langholtsskóla
  • Axel Harry Thorsteinson, Breiðagerðisskóla
  • Björk Magnúsdóttir, Vogaskóla
  • Björk Pálmadóttir, Laugalækjarskóla
  • Emma Eyþórsdóttir, Vogaskóla
  • Harpa Kristjana Steinþórsdóttir, Breiðagerðisskóla
  • Ísafold Þórhallsdóttir,  Fossvogsskóla
  • Jóel Jens Guðbjartsson, Háaleitisskóla
  • Kristrún María Gunnarsdóttir, Háaleitisskóla                                                                                          
  • Lotta Lóa Ortiz , Háaleitisskóla
  • Nikulás Friðrik Bryndísarson, Vogaskóla
  • Ragnhildur Björt Björnsdóttir, Laugalækjarskóla
  • Sara Júlíusdóttir, Langholtsskóla
  • Úlfur Orrason, Breiðagerðisskóla                                                                                   
  • Þorvaldur Hafsteinsson, Langholtsskóla

 

Að Stóru upplestrarkeppninni standa ár hvert Raddir; samtök um vandaðan upplestur og framsögn,í samvinnu við skólaskrifstofur, skóla og kennara um land allt. Í Reykjavík annast þjónustumiðstöðvar hverfanna skipulag.

Markmið samtakanna Radda með upplestrarkeppni í 7. bekk er: 

  • Að vekja athygli og áhuga á vönduðum flutningi og framburði íslensks máls.
  • Að allt ungt fólk læri að njóta þess að flytja móðurmál sitt, sjálfu sér og öðrum til ánægju.
  • Að efla virðingu ungs fólks fyrir móðurmálinu, sjálfu sér og öðrum.