Íbúar í Grafarholti og Úlfarsárdal vilja hringtorg

Betri hverfi

""

Íbúar í Grafarholti og Úlfarsárdal leggja til hugmyndir fyrir ríflega 64 milljónir í hverfakosningunum Betri hverfi 2015. Meðal verkefna er hringtorg við gatnamót Vínlandsleiðar og Þúsaldar.

Aðrar hugmyndir sem lagðar eru fram í hverfinu eru útivistarstígar á Hólmsheiði, gróðursetning trjáa neðan við Marteinslaug og æfingatæki við grasvöllinn í Leirdal svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru einungis fjórar af fjórtán verkefnum sem íbúar geta kosið um í Betri hverfi 2015.

Þau fjórtán verkefni sem kosið verður um eru metin á rúmar 64 milljónir króna en til framkvæmda eru rúmlega 18 milljónir króna í verkefni í Grafarholti og Úlfarsárdal.

Rafrænar íbúakosningar um verkefni í hverfum borgarinnar hefjast  þriðjudaginn 17. febrúar í næstu viku og standa yfir til miðnættis þriðjudaginn 24. febrúar. Til að kjósa þarf að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum eða Íslykli og kemst þá kjósandinn inn í rafrænan kjörklefa. Kerfið er afar einfalt í notkun. Aldurstakmark í kosningunum er 16 ár.

Sjá verkefni í Grafarholti og Úlfarsárdal.