Snjóhreinsun hafin í húsagötum

Framkvæmdir Samgöngur

""

Unnið hefur verið við snjóhreinsun frá því klukkan 3 í nótt með öllum þeim tækjum sem Reykjavíkurborg hefur tiltæk. Unnið hefur verið að því að breikka akfæran hluta á stofngötunum og nú er byrjað að ryðja snjó í húsagötunum og það mun taka einhverja daga að komast yfir alla borgina.

„Við biðjum íbúa um að sýna okkur skilning því það munu koma ruðningar við innkeyrslur og þar verða íbúar að koma til,“ segja reyndir starfmenn borgarinnar.  Reykjavíkurborg vill gjarnan fá ábendingar um það sem betur má fara við sjóhreinsunina og vakin er athygli á ábendingavefnum. Opna ábendingasíðu.  

Snjóhreinsun á göngu- og hjólastígum hófst einnig í nótt og þar var einkum seinfarið í Grafarholti og Norðlingaholti, en allar leiðir eru teknar samkvæmt forgangsáætlun.


Nánari upplýsingar um snjóhreinsun og hálkuvarnir.