Grúsk, hreyfing og sveifla

Velferð

""

Vetrarstarf félagsmiðstöðva velferðarsviðs er að hefjast í flestum hverfum borgarinnar. Velferðarsvið rekur 16 félagsmiðstöðvar vítt og breitt um borgina en þar bjóðast öllum borgarbúum, óháð aldri eða búsetu, þátttaka í fjölbreyttu félagsstarfi.

Meðal þess sem hægt er að stunda er tréútskurður, myndlist, tölvunám, boccia, jóga, og handavinna.  Í félagsmiðstöðvunum er einnig hægt að taka þátt í spilamennsku, vera með í les- og gönguhópum, dansa og horfa á bíó svo eitthvað sé nefnt. Einnig er boðið upp á kaffi og með því flesta virka daga.

Ekki má gleyma að minna á að í félagsmiðstöðvunum er hægt að kaupa heitan mat í hádeginu alla virka daga og að Vitatorgi er hægt að borða alla daga ársins. 

Hægt er að kynna sér dagskrá hverrar félagsmiðstöðvar á heimasíðu borgarinnar.