Óskað eftir aðilum til að sjá um endurhæfinganámskeið

Velferð

""

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar  auglýsir  eftir áhugasömum aðilum  til að annast námskeið fyrir einstaklinga sem sækja endurhæfingarnámskeið á vegum sviðsins, þ.e. Karlasmiðju, Kvennasmiðju og Grettistak.

Um er að ræða  kennslu þar sem þátttakendum er veittur markviss stuðningur  til að undirbúa þá til að komast  í frekara nám  eða út í  atvinnulífið.

Um er að ræða  reglulegt samstarf við Velferðarsvið varðandi daglega umsýslu verkefnisins og þau álitamál er upp kunna að koma. Kennsla skal fara  fram í formi fyrirlestra og verkefnavinnu, auk náms- og starfsráðgjafar. Kennsla, kennslugögn, húsnæði,  umsýslukostnaður  er innifalið í greiðslum til þjónustusala.

Námsefni, framsetning og framvinda náms er sniðin að þörfum og stöðu þátttakenda. Námsáætlun og stundaskrá skal unnin í nánu samráði við ábyrgðarmenn starfseminnar á Velferðarsviði.

Áhugasamir skili inn umsóknum  ásamt kostnaðaráætlun á  netfangið stefania.sorheller@reykjavik.is  fyrir  30. maí 2014.