Matjurtagarðar 2014 tilbúnir til notkunar

Umhverfi

""

Allir sem hafa fengið úthlutað matjurtagarði geta hafist handa við ræktun frá og með 16. maí, því búið er að tæta þá og merkja. Enn eru nokkur laus beð eftir.

Garðarnir eru tilbúnir til notkunar frá og með 16. maí 2014 en þeir voru opnaðir á sínum tíma til að koma til móts við fjölskyldur í Reykjavík sem vilja rækta grænmeti á eigin vegum.

Garðar eru í boði í Breiðholti við Jaðarsel, Árbæ við Rafstöðvarveg, Vesturbæ við Þorragötu, Fossvogi við Bjarmaland , Laugardal og Grafarvogi við Logafold.

Engin beð eru eftir við Þorragötu og í Laugardal, þá eru örfá beð eftir í Fossavogi og eitthvað í Skammadal og töluvert í Grafvarvogi, Árbæ og í Breiðholti. Alls standa 800 garðar til boða, 600 innan borgarmarka og 200 í Skammadal í Mosfellsbæ.

Leigugjöld ársins 2014 eru 4.800 kr. í fjölskyldugörðunum (ca. 20m2) nema í Skammadal (ca. 100m2) þar sem það er 5000 kr.

Vatn er aðgengilegt hjá öllum görðunum en plöntur og útsæði fylgja ekki með görðunum.

Tengill:
Matjurtagarðar Reykjavíkur.