Betri Reykjavík - taktu þátt og gerðu góða borg enn betri

Betri hverfi 2013 er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar um smærri nýframkvæmdir og

viðhaldsverkefni í hverfum Reykjavíkur. Verkefnið stendur allt árið 2013 og geta íbúar tekið þátt og fylgst með því

á samráðsvefnum www.betrireykjavik.is.

Hvað er fjármagnið mikið og hvernig skiptist það milli hverfa?

Fjármagn er alls 300 milljónir og skiptist á milli hverfa samkvæmt fastri fjárhæð og íbúafjölda.

Hvernig verkefni?

Um er að ræða verkefni til að bæta umhverfi og möguleika til útivistar og samveru, bæta aðstöðu eða tækifæri til

leikja eða afþreyingar, hvetja til aukinna hjólreiða eða bæta aðstöðu og möguleika gangandi eða notenda strætó.

Opið verður fyrir innsendingu hugmynda til 15. febrúar. Þann 14. mars gefst svo íbúum tækifæri á að kjósa um verkefnin á rafrænu formi.