Back to the jobs page

Iðjuþjálfi í heimhjúkrun

Heimaþjónustan auglýsir lausa stöðu iðjuþjálfa í heimahjúkrun. Um er að ræða ótímabundið starf í 50-100% dagvinnu. Æskilegt er að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst

Fullt starf Heimahjúkrun 110
Apply

Heimaþjónustan auglýsir lausa stöðu iðjuþjálfa í heimahjúkrun. Um er að ræða ótímabundið starf í 50-100% dagvinnu.

Unnið er eftir samþættri heimaþjónustu heimahjúkrunar, félagsþjónustu og endurhæfingarteymis með það að markmiði að veita örugga og góða þjónustu við fólk í heimahúsum.

Mikil þróunarvinna er á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Innleiðing velferðartækni ásamt sérhæfðum verkefnum sem tengjast nýju þverfaglegu, hreyfanlegu öldrunarteymi, með það að markmiði að styðja enn frekar við sjálfstæða búsetu aldraðra í eigin húsnæði.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Skipuleggur einstaklingsbundna iðjuþjálfun
  • Metur færni skjólstæðinga við athafnir daglegs lífs og metur þörf fyrir þjónustu
  • Metur þörf fyrir hjálpartæki og breytingar á nærumhverfi
  • Veitir ráðgjöf og fræðslu fyrir aðstandendur inn á heimilum
  • Samskipti við sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga, starfsfólk félagslegrar heimaþjónustu, skjólstæðinga, aðstandendur sem og við aðrar stofnanir
  • Tekur þátt í þverfaglegu samstarfi og verkefnum

Hæfniskröfur

  • Íslenskt starfsleyfi frá embætti landlæknis
  • Starfsreynsla sem iðjuþjálfi æskileg
  • Reynsla af teymisvinnu
  • Góð samskipta- og skipulagshæfni
  • Sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum
  • Íslenskukunnátta C1 (samkvæmt samevrópskum tungumálaramma)
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar

Fríðindi

  • Betri vinnutími
  • Heilsustyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Menningakort Reykjavíkurborgar
  • Frítt í sundlaugar Reykjavíkurborgar
  • Fjölmörg tækifæri til fræðslu og starfsþróunar

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Iðjuþjálfafélags Íslands. Nánari upplýsingar um starfið veitir Hróðný Lund deildarstjóri, hrodny.lund@reykjavik.is 

Apply