Færanleg húseining við Maríuborg

Reykjavíkurborg býður til sölu færanlega húseiningu sem staðsett er á lóð leikskólans Maríuborg, Maríubaug 3, 113, Reykjavík. Einingin er 57,7 m2 og er úr timbri, byggð 2003. Hún er merkt G-S2 á yfirlitsmynd.

Skoðun og tengiliðir

Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér ástand einingarinnar vel, fá til liðs við sig sérfræðinga eins og við á og gæta árvekni við skoðun og úttekt. Hægt er að skoða eininguna eftir samkomulagi. Tengiliður í Maríuborg er Þórhildur Einarsdóttir í síma 577 1125, netfang: thorhildur.einarsdottir@reykjavik.is.

Skilmálar:

  • Kaupendur eru hvattir til þess að kynna sér ástand húseiningarinnar, bæði með sjónskoðun en einnig með því að kynna sér vel meðfylgjandi ástandsskýrslu
  • Eining selst í núverandi ástandi.
  • Kaupandi ber ábyrgð á flutningi, leyfum og frágangi lóðar þannig að ekki hljótist -hætta af fyrir gangandi vegfarendur.
  • Frágangur lagna í jörðu er á ábyrgð seljanda.
  • Kaupanda ber að flytja einingar strax við kaupsamning eða nánara samkomulagi við seljanda.
  • Eignirnar verða afskráðar við kaupsamning og ber kaupandi ábyrgð á að flytja tryggingar á sitt nafn.
  • Tryggingar eru á ábyrgð kaupanda eftir afhendingu.
  • Sala fasteigna hjá Reykjavíkurborg er með fyrirvara um samþykki borgarráðs.

Gögn með auglýsingu

Uppboðsgjald kaupanda vegna gáma og húseininga reiknast 5% ofaná boð.

Húsnæðið við Maríuborg