Fundur borgarráðs 24. nóvember 2016

B O R G A R R Á Ð

Ár 2016, fimmtudaginn 24. nóvember, var haldinn 5433. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.12. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Kjartan Magnússon, Áslaug María Friðriksdóttir og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Kristbjörg Stephensen, Hallur Símonarson, Ólöf Örvarsdóttir, Pétur Ólafsson og Bjarni Þóroddsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 14. nóvember 2016. R16010007

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 10. nóvember 2016. R16010011

3. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 4. og 18. nóvember. R16010027

4. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 23. nóvember 2016. R16010021
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál. R16110003

6. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R16110004

7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 22. nóvember 2016,  um endurskoðun umsagnar um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Veður við Klapparstíg 33 ásamt fylgigögnum. R16100001
Frestað.

8. Lagt fram bréf Málflutningsstofu Reykjavíkur, dags. 13. júlí 2016 með kvörtun til borgarráðs vegna ákvörðunar innkauparáðs Reykjavíkur varðandi útboð á frystikerfi í Skautahöllinni. Jafnframt er lögð fram umsögn innkaupadeildar, dags. 17. nóvember 2016 ásamt fylgigögnum og bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 23. nóvember 2016. R16070078
Samþykkt að staðfesta ákvörðun innkauparáðs með vísan til umsagnar innkaupadeildar.

9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. nóvember, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. nóvember 2016, á kynningu á lýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna fjölgunar íbúða við Hraunbæ-Bæjarháls. R11060102
Samþykkt.

10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. nóvember 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. nóvember 2016, um kynningu á lýsingu vegna nýs deiliskipulags fyrir Hraunbæ-Bæjarháls við Tunguháls. R16110117
Samþykkt.

11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. nóvember 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 23. nóvember 2016, á breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna heimilda um veitingastaði á hafnarsvæði H1b í Örfirisey. R11060102
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. nóvember 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulegsráðs frá 16. nóvember 2016, um auglýsingu á deiliskipulagsbreytingu Bykoreits, reitur 1.138. R16110116
Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja að breytingatillaga á deiliskipulagi Steindórsreits (Byko-reits) verði sent í opinbert auglýsingaferli en setja hefðbundinn fyrirvara við endanlegt samþykki. Komið hefur verið til móts við ábendingar íbúa á svæðinu að einhverju leyti meðan á fyrirspurnarferli stóð, t.d. varðandi aðkomu, en mikilvægt er að tryggt verði að aðkoma og vörumóttaka að hinni nýju byggð verði frá Hringbraut en ekki Sólvallagötu. Hafa verður í huga að um er að ræða mikla viðbótaruppbyggingu á svæði sem nú þegar er mjög þéttbýlt og má því búast við frekari athugasemdum frá íbúum vegna tillögunnar meðan á auglýsingaferlinu stendur.

13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. nóvember 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 16. nóvember 2016, á breytingu á deiliskipulagi Lautarvegar 38, 40, 42 og 44. R16080134
Samþykkt.

14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dag. 17. nóvember 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. nóvember 2016, á auglýsingu á deiliskipulagsbreytingu vegna lóðarinnar nr. 27 við Skipholt. R16110115
Samþykkt.

15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. nóvember 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 23. nóvember 2016 á breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna Vogabyggðar. R11060102
Samþykkt.

16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. nóvember 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 23. nóvember 2016, á breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar svæði 2 fyrir svæði sem afmarkast milli Tranavogar og að Kleppsmýrarvegi. R16110133
Samþykkt.

17. Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 14. nóvember 2016, sbr. samþykkt stjórnar SSH frá 7. nóvember 2016, með tillögu að samkomulagi aðildarsveitarfélaga SSH um undirbúning að innleiðingu hágæða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er lögð fram umsögn samgöngustjóra Reykjavíkur, dags. 21. nóvember sl. R16110082
Frestað.

- Kl. 9.55 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.

18. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 21. nóvember 2016, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 17. nóvember 2016 á breytingu á reglum um stuðningsþjónustu í Reykjavík. R16110120
Samþykkt.
Reglurnar öðlast gildi við birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Stefán Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

19. Lögð fram skýrsla starfshóps um aukinn sveigjanleika milli grunnskóla og framhaldsskóla, dags. júní 2016, sbr. 24. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. júní 2015. R16100025

Helgi Grímsson og Guðrún E. Bentsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

- Kl. 10.30 víkur Kristbjörg Stephensen af fundi og Ebba Schram tekur þar sæti.

20. Lögð fram yfirlýsing frá félagi skólastjórnenda í Reykjavík, dags. 21. nóvember 2016, þar sem skorað er á borgaryfirvöld að bregðast við óánægju meðal kennara. R16090072

Atli Atlason og Helgi Grímsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

- Kl. 11.10 víkur Heiða Björg Hilmisdóttir af fundi.

21. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 23. nóvember 2016:

Lagt er til að borgarráð samþykki tillögur matsnefndar um veitingu stofnstyrkja vegna uppbyggingar og kaupa á félagslegu leiguhúsnæði í Reykjavík með þeim skilmálum sem eru tilgreindir í hjálögðum tillögum matsnefndar. Matsnefndin mælir með að fallist verði á eftirtaldar umsóknir: Almenna íbúðafélagið hses: 72 almennar leiguíbúðir byggðar 2017; áætlað stofnvirði kr. 2.031.612.740, 43 almennar leiguíbúðir byggðar 2017; áætlað stofnvirði kr. 1.209.638.810, Brynja Hússjóður Öryrkjabandalags Íslands: 1 leiguíbúð fyrir öryrkja, keypt 2017; áætlað stofnvirði kr. 40.150.000. Félagsbústaðir ehf: 12 félagslegar leiguíbúðir byggðar 2016; áætlað stofnvirði kr. 349.672.000, 5 leiguíbúðir fyrir fatlað fólk keyptar 2016; áætlað stofnvirði kr. 263.900.000, 54 félagslegar leiguíbúðir byggðar 2017; áætlað stofnvirði kr. 1.524.572.500, 14 leiguíbúðir fyrir fatlað fólk keyptar 2017; áætlað stofnvirði kr. 611.300.000, Grunnstoð ehf vegna óstofnaðrar húsnæðissjálfseignastofnunar: 112 námsmannaleiguíbúða byggðar 2017; áætlað stofnvirði kr. 2.854.601.913. Alls er um að ræða 313 íbúðir. Áætlað stofnvirði ofangreindra umsókna er að fjárhæð kr. 8.858 m.kr. Stofnframlög borgarinnar nemi kr. 1.063 m.kr. Með samþykkt umsóknanna gerir Reykjavíkurborg kröfu um endurgreiðslu stofnframlags í samræmi við 6. gr. reglna um stofnframlög Reykjavíkurborgar. Það gildir þó ekki um umsókn Félagsbústaða ehf. þar sem stofnframlag til félagsins verði veitt í formi hlutafjáraukningar í félaginu.

Greinargerð fylgir tillögunni. R16060025
Samþykkt.

Harri Ormarsson, Guðlaug Sigurðardóttir og Grétar Þór Jóhannsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Framsókn og flugvallarvinir samþykkja þessa tillögu núna, sérstaklega það sem viðkemur Félagsbústöðum sem er félag í eigu Reykjavíkurborgar. Um er að ræða ódýra fjármögnun fyrir Félagsbústaði og gefur þeim mögulega kost á lægri fjármagnskostnaði á skuldabréfamarkaði. Þá er ekki hægt að líta framhjá þeirri staðreynd að þörf fyrir félagslegt húsnæði er mikil og biðlistar langir. Við teljum þó að Félagsbústaðir þurfi að fara varlega í að sækja of mikið í stofnframlög þar sem eignamyndun félagsins breytist með því formi, þar sem lagaskylda er að skila til baka stofnframlagi að verkefninu loknu og algerlega ófyrirséð hvaða fjárhæðir það verða.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Nú er ljóst að almennum leiguíbúðum muni fjölga um 115 einhvern tíma á næstu árum, fer eftir uppbyggingarhraða. Miðað við kosningaloforð borgarstjóra sem hélt því fram að á kjörtímabilinu yrði almennum leiguíbúðum fjölgað um 2500, þá vilja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins benda á að enn vantar þá fjölgun um 2385 á næstu 2 árum.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Það eru mikilvæg tímamót að borgarráð afgreiði fyrstu stofnstyrkina til húsnæðisuppbyggingar skv. nýjum lögum. Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks er til marks um bæði áhuga og þekkingarleysi á málaflokknum. Reykjavíkurborg hefur fylgt þeirri stefnu að 2500-3000 leigu- og búseturéttaríbúðir fari af stað á 3-5 árum. Þar af verða 1.000 almennar leiguíbúðir í samvinnu við verkalýðshreyfinguna, um 1.000 stúdentaíbúðir í samvinnu við byggingafélög námsmanna, um 450 búseturéttaríbúðir, byggðar af Búseta, um 400 íbúðir fyrir eldri borgara í samvinnu við hin ýmsu félög og á sjötta hundrað félagslegar leiguíbúðir og sérstök búsetuúrræði á vegum Félagsbústaða. Eru þá almennar leiguíbúðir á vegum leigufélaga ótaldar.

22. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 22. nóvember 2016, um starfshóp um tónlistarborgina Reykjavík ásamt drögum að erindisbréfi. R16100002

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Meirihlutinn í Reykjavík leggur nú til að stofnaður verði starfshópur um tónlistarborgina Reykjavík þar sem fram kemur í greinargerð að geti skilað miklum hagrænum, félagslegum og menningarlegum ávinningi auk þess að skapa fjölda starfa. Það er gott og vel. Engu að síður er ekki hægt að segja annað en að þessi skilaboð meirihlutans skjóti skökku við í ljósi þess að hann hefur staðið í ströngu við að koma tónlistarskólum í Reykjavík í afar erfiða stöðu með því túlka samkomulag um eflingu tónlistarnáms á þann hátt, eitt sveitarfélaga á Íslandi, að Reykjavíkurborg þurfi ekki að styðja við framhaldsnám í tónlist.

23. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 17. nóvember 2016, um starfshóp um gagnastefnu og fyrirkomulag gagnamála hjá Reykjavíkurborg ásamt drögum að erindisbréfi. R16110099

24. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 22. nóvember 2016, um starfshóp um heilsueflingu starfsmanna Reykjavíkurborgar ásamt drögum að erindisbréfi. R16110112

25. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 22. nóvember 2016, um fyrirhugaða ferð Lífar  Magneudóttur, forseta borgarstjórnar, til Nuuk á Grænlandi 24.-28. nóvember nk. þar sem hún mun færa íbúum jólatré frá Reykjavíkurborg. R16090138

26. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 21. nóvember 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutunar- og útboðsskilmála vegna sölu byggingarréttar að Hraunbæ 103a og að auglýst verði eftir tilboðum í lóðina. R15030283
Samþykkt.

27. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 21. nóvember 2016, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili að gefinn verði út tímabundinn lóðarleigusamningur fyrir lóðina Hyrjarhöfða 1. R16110106
Samþykkt.

28. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 21. nóvember 2016, þar sem óskað er eftir samþykki á leigusamningi við rekstrarfélag Fólkvangs. R16110109
Samþykkt.

29. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 21. nóvember 2016, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki leigusamning við Bergrisa hugbúnað ehf. um aðstöðu fyrir almenningssalerni að Laugavegi 86-94 í Stjörnuporti. R16060040
Samþykkt.

30. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 21. nóvember 2016, þar sem óskað er eftir að leigusamningur um Suðurlandsbraut 32 við Eik fasteignafélag hf. verði samþykktur. R16110110
Samþykkt.

31. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 18. nóvember 2016, þar sem óskað er eftir því að borgarráð staðfesti yfirlýsingar tveggja lóðarhafa á svæði 2 í Vogabyggð um kvaðir á lóðir þeirra. R16010226
Samþykkt.

32. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 18. nóvember 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki samkomulag við Jörund Jörundsson, lóðarhafa að Dugguvogi 1 og lóðarhafa að Súðarvogi 7, um skipulag, uppbyggingu og þróun á lóðunum Dugguvogur 1 og Súðarvogur 7 á svæði 2 í Vogabyggð. R16010226
Samþykkt.

33. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar þar sem óskað er eftir samþykki borgarráðs til að hefja söluferill á Þingholtsstræti 25 og byggingarrétti á Þingholtsstræti 25b. R14050021
Samþykkt.

34. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 21. nóvember 2016, þar sem óskað er eftir að leigusamningur við BK-eignir ehf. um íbúð á Langholtsvegi 28 verði samþykktur. R16110057
Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins og leggur fram svohljóðandi bókun:

Húsnæðisekla er staðreynd í borginni. Borgin hefur staðið sig illa í lóðaúthlutunum fyrir fjöleignarhús síðustu árin og var engri lóð með fleiri en 5 íbúðum úthlutað á síðasta ári. Uppbyggingar hafa gengið hægt fyrir sig þó svo met hafi verið sett í útgáfu byggingarleyfa á síðasta ári. Íbúðum í Reykjavík fjölgaði einungis um 1082 í Reykjavík á 5 ára tímabili, þ.e. frá árslokum 2010 til ársloka 2015. Borginni gengur illa að takast á við ört vaxandi biðlista eftir almennum félagslegum leiguíbúðum en 1. september sl. voru 844 á biðlista en voru 723 um síðustu áramót. Sú stefna borgarinnar að fækka félagslegum almennum leiguíbúðum á síðasta kjörtímabili jók vandann verulega. Borgin ætlaði að fjölga þeim um 200 á árunum 2015 og 2016 en 15. september sl. hafði þeim einungis fjölgað um 99 íbúðir, þar af voru 47 uppboðsíbúðir sem keyptar voru af Íbúðalánasjóði á gamlársdag 2015. Þar bjuggu enn íbúar og ekki liggja fyrir upplýsingar hvort þær verði nýttar áfram einhverju leyti eða öllu nýttar fyrir þá sem bjuggu í íbúðunum við kaup. Það á að vera forgangsmál hjá borginni að sinna þeim aðilum sem eru á biðlista eftir íbúðum hjá Félagsbústöðum. Við sitjum því hjá.

35. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Hversu marga leigusamninga hefur Reykjavíkurborg gert gagngert sem notaðar eru fyrir hælisleitendur. Samningur Reykjavíkurborgar við Útlendingastofnun um þjónutu við hælisleitendur tók gildi 15. september 2015 og rennur út 31. desember 2016. Óskað er eftir upplýsingum um a) fjölda leigusamninga á þessu tímabili og þar af hversu margir á árinu 2016, b) um hvað marga fermetra er að ræða í heildina, c) hvert er meðaltals leiguverð per fm, d) hverjir eru leigusalar (upplistaðir), e) hvernig skiptast eignirnar eftir póstnúmerum. R16110140

36. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Fyrir liggur eftir umræður síðustu daga að breytinga er þörf í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Meðal annars hefur borgarstjóri vísað í að nauðsynlegt sé að vinna heildstæða umbótaáætlun. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að afar mikilvægt sé að hefja slíka vinnu með einhverjum hætti sem fyrst. Einnig virðist augljóst að slíkri vinnu þarf að fylgja fjármagn. Önnur sveitarfélög, meðal annars Garðabær, hafa sum hver gripið til þess bragðs að styrkja slíka vinnu með sérstöku fjármagni ætluðu til starfsþróunar og hefur það gefið góða raun. Því er spurt, hefur verið gert ráð fyrir slíku fjármagni eða fjármagni sem með einhverjum hætti er beinlínis eyrnamerkt slíkri þróun sem nauðsynlegt virðist að fara þarf að vinna í fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 og næstu ár? R16110141

Fundi slitið kl. 12.38

Sigurður Björn Blöndal

Áslaug María Friðriksdóttir Dagur B. Eggertsson
Halldór Auðar Svansson Kjartan Magnússon
Líf Magneudóttir Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir

borgarrad_2411.pdf
Skrá
/sites/default/files/borgarrad_2411.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
17.41 KB
Skráarstærð
17.41 KB
hvr_grafarholts_ulfarsardals_1411.pdf
Skrá
/sites/default/files/hvr_grafarholts_ulfarsardals_1411.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
18.55 KB
Skráarstærð
18.55 KB
hvr_kjalarness_1011.pdf
Skrá
/sites/default/files/hvr_kjalarness_1011.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
22.64 KB
Skráarstærð
22.64 KB
umhverfis_og_skipulagsrad_2311.pdf
Skrá
/sites/default/files/umhverfis_og_skipulagsrad_2311.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
136.14 KB
Skráarstærð
136.14 KB
embaetisafgreidsla.pdf
Skrá
/sites/default/files/embaetisafgreidsla.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
2.7 MB
Skráarstærð
2.7 MB
umsagnir.pdf
Skrá
/sites/default/files/umsagnir_1.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
20.03 KB
Skráarstærð
20.03 KB
bkaera.pdf
Skrá
/sites/default/files/bkaera.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
30.03 KB
Skráarstærð
30.03 KB
usk_adalsklipulag_hraunbaer_baejarhals.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_adalsklipulag_hraunbaer_baejarhals.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
978.94 KB
Skráarstærð
978.94 KB
usk_hraunbaer_baejarhals.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_hraunbaer_baejarhals.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
1.47 MB
Skráarstærð
1.47 MB
usk_orfirisey.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_orfirisey.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
1.08 MB
Skráarstærð
1.08 MB
usk_bykoreitur_reitur_1138.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_bykoreitur_reitur_1138.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
5.24 MB
Skráarstærð
5.24 MB
usk_lautarvegur_38404244.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_lautarvegur_38404244.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
5.22 MB
Skráarstærð
5.22 MB
usk_skipholt_27.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_skipholt_27.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
2.35 MB
Skráarstærð
2.35 MB
usk_vogabyggd.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_vogabyggd.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
6.15 MB
Skráarstærð
6.15 MB
usk_vogabyggd_deili.pdf
Skrá
/sites/default/files/usk_vogabyggd_deili.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
14.67 MB
Skráarstærð
14.67 MB
vel_studningsthjonusta.pdf
Skrá
/sites/default/files/vel_studningsthjonusta.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
1.01 MB
Skráarstærð
1.01 MB
sfs_aukin_sveiganleiki.pdf
Skrá
/sites/default/files/sfs_aukin_sveiganleiki.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
1.69 MB
Skráarstærð
1.69 MB
yfirlysing_felagskolastjornenda.pdf
Skrá
/sites/default/files/yfirlysing_felagskolastjornenda.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
263.99 KB
Skráarstærð
263.99 KB
fms_stofnframlog.pdf
Skrá
/sites/default/files/fms_stofnframlog.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
7.65 MB
Skráarstærð
7.65 MB
tonlistarborg.pdf
Skrá
/sites/default/files/tonlistarborg.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
69.12 KB
Skráarstærð
69.12 KB
gagnamal.pdf
Skrá
/sites/default/files/gagnamal.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
50.23 KB
Skráarstærð
50.23 KB
heilsuefling.pdf
Skrá
/sites/default/files/heilsuefling.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
49.65 KB
Skráarstærð
49.65 KB
bref_nuuk.pdf
Skrá
/sites/default/files/bref_nuuk.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
17.6 KB
Skráarstærð
17.6 KB
sea_hraunbaer.pdf
Skrá
/sites/default/files/sea_hraunbaer.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
1.8 MB
Skráarstærð
1.8 MB
sea_hyrjarhofdi.pdf
Skrá
/sites/default/files/sea_hyrjarhofdi.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
55.78 KB
Skráarstærð
55.78 KB
sea_kollagrund.pdf
Skrá
/sites/default/files/sea_kollagrund.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
5.72 MB
Skráarstærð
5.72 MB
sea_laugavegur.pdf
Skrá
/sites/default/files/sea_laugavegur.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
181.21 KB
Skráarstærð
181.21 KB
sea_sudurlandsbraut.pdf
Skrá
/sites/default/files/sea_sudurlandsbraut_0.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
70.24 KB
Skráarstærð
70.24 KB
sea_voagbyggd_kvadir.pdf
Skrá
/sites/default/files/sea_voagbyggd_kvadir.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
5.89 MB
Skráarstærð
5.89 MB
sea_vogabyggd_samningar.pdf
Skrá
/sites/default/files/sea_vogabyggd_samningar.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
27.74 MB
Skráarstærð
27.74 MB
sea_thingholt.pdf
Skrá
/sites/default/files/sea_thingholt.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
1.29 MB
Skráarstærð
1.29 MB
sea_langholtsvegur.pdf
Skrá
/sites/default/files/sea_langholtsvegur.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
375.93 KB
Skráarstærð
375.93 KB
fyrirspurn_b.pdf
Skrá
/sites/default/files/fyrirspurn_b.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
15.44 KB
Skráarstærð
15.44 KB
fyrirspurn_d.pdf
Skrá
/sites/default/files/fyrirspurn_d.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
15.65 KB
Skráarstærð
15.65 KB