Þrettándahátíðum frestað til laugardags

Umhverfi Mannlíf

""
Þeir sem standa fyrir þrettándabrennum hafa ákveðið að fresta þeim til næstu helgar vegna veðurs. Dagskrá og aðrar tímasetningar eru óbreyttar.
 
 

Þrettándahátíð Vesturbæjar

Þrettándahátíð Vesturbæjar verður á laugardag 9. janúar kl. 18.00 við KR-heimilið með þeirri dagskrá sem áður var auglýst.
  • 18.00 Mæting við KR - heimilið 
  • 18.30 Gengið niður að Ægisíðu
  • 18.30 Kveikt í brennu
  • 18.45 Flugeldasýning í samstarfi við KR- flugelda.  

Þrettándagleði Grafarvogsbúa

Árlegri Þrettándagleði Grafarvogsbúa er frestað til laugardags 9. janúar og hefst hún kl. 17.15 við Hlöðuna hjá Gufunesbænum.
  • 17:15  Kakó– og kyndlasala í Hlöðunni. Skólahljómsveit Grafarvogs leikur létt lög
  • 17:50  Blysför frá Hlöðunni
  • 18:00  Kveikt í brennu, skemmtun á sviði
  • 18:30  Þrettándagleði lýkur með skot kökusýningu í boði frístundamiðstöðvar Gufunesbæjar

Þrettándabrenna í Grafarholti

Þrettándagleðin í Grafarholti verður einnig haldin laugardaginn 9. janúar og verður safnast  saman við Guðríðarkirkju upp úr klukkan 18:15
  • 18.15 Safnast saman við Guðríðarkirkju. Kyndlasala. 
  • 18.45 Lagt af stað í skrúðgöngu niður í Leirdal
  • 19.15 Kveikt í brennunni  í Leirdal.  Jólasveinarnir mæta á svæðið og syngja með.  Veitingasala í Leirdalnum þar sem fólk getur fengið sér hressingu eftir gönguna. 
  • 20.00 Flugeldasýning