Þrettándahátíð Vesturbæjar

""

Mikil gleði var í Vesturbænum á þrettándanum þetta árið og lét fólk smá næðing og kulda ekki koma í veg fyrir að mæta. Fjölmargir voru saman komnir við brennuna en á undan hafði einnig fólk safnast saman við KR og tekið þátt í smá fjöldasöng þar undir stjórn Láru Sveinsdóttur og Guðmundar Steingrímssonar, en þaðan var gengið að brennunni við Ægisíðu. Glæsileg flugeldasýning var þetta árið og var það Lúðvík frá KR- flugeldum sem sá um sýninguna sem var hin glæsilegasta. Erlendir gestir höfðu það á orði að þeir vissu ekkert hvað væri að gerast og skyldu ekki allt þetta sem var í gangi, en skemmtu sér engu að síður mjög vel. Foreldrafélög grunnskóla Vesturbæjar og Þjónustumiðstöð Vesturbæjar þakkar öllum kærlega sem mættu á svæðið og ekki síður þeim aðilum sem studdu okkur þetta árið með einum eða öðrum hætti.