Þrettándahátíð Vesturbæjar

Menning og listir Skóli og frístund

""

Það var kátt á hjalla á Þrettándahátíð í Vesturbæ Reykjavíkur þann 6. janúar sl. Dagskráin var fremur hefðbundin. Það var byrjað á söng við Melaskóla, gengið þaðan að Ægisíðunni þar sem kveikt var í brennunni og svo endaði með glæsilegri flugeldasýningu.

Það var kátt á hjalla á Þrettándahátíð í Vesturbæ Reykjavíkur þann 6. janúar sl. Dagskráin var fremur hefðbundin. Það var byrjað á söng við Melaskóla, gengið þaðan að Ægisíðunni þar sem kveikt var í brennunni og svo endaði þetta allt með glæsilegri flugeldasýningu. Líkt og undanfarin ár var vel mætt og greinilegt að Vesturbæingar sem og aðrir íbúar höfðuborgarsvæðisins hafa gaman að því að safnast saman og kveðja jólin á þennan hátt. Það voru foreldrafélög í Vestur,- Haga,- Mela- og Grandaskóla sem stóðu fyrir þessari hátíð ásamt Tjörninni frístundamiðstöð og Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Við viljum einnig þakka þeim styrktaraðilum sem hjálpuðu við að gera þessa hátíð eins glæsilega og raunin varð. En það var hverfisráð Vesturbæjar, Landsbankinn, Melabúðin, Björnsbakarí og VÍS. Einnig þökkum við lögreglunni fyrir þeirra framlag ásamt KR- flugeldum sem sáu um að koma flugeldunum í loftið.

Fyrir hönd skipuleggjanda

Hörður Heiðar Guðbjörnsson

Verkefnastjóri Þjónusumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða