Frá og með 1. janúar 2017 mun mannréttindakskrifstodfa hætta að bjóða upp á ráðgjöf fyrir innflytjendur en þjónustunni verður áfram sinnt á þjónustumiðstöðvum borgarinnar.
Frá árinu 2010 hefur mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar haldið úti ráðgjöf fyrir innflytjendur í Reykjavík. Ráðgjöfin hefur snúist að því að veita innflytjendum sem búa í Reykjavík upplýsingar og ráðgjöf í því skyni að tengja þá við borgarsamfélagið og auðvelda þeim aðgang að þjónustu borgarinnar. Ráðgjöfin hefur á liðnu ári verið veitt á pólsku, ensku, íslensku og með aðstoð túlka ef þurft hefur.
Mikill meirihluti þeirra erinda sem berast til ráðgjafana hafa snúið að þjónustu sem ríkið veittir svo sem ríkisborgararétti, dvalarleyfi og fjölskyldu og atvinnumálum.
Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar mun frá og með 1. janúar 2017 hætta að bjóða upp á slíka ráðgjöf til innflytjenda a.m.k. tímabundið og munu starfsmenn á þjónustumiðstöðvum borgarinnar veita slíka ráðgjöf, nú sem áður. Einnig er hægt að leita eftir ráðgjöf hjá Fjölmenningarsetri (www.mcc.is) sem er stofnun sem hefur m.a. það hlutverk að efla þjónustu við innflytjendur sem búsettir eru á Íslandi og miðla upplýsingum til þeirra um réttindi þeirra og skyldur.
Mannréttindaskrifstofa mun í auknu mæli snúa sér að fræðslu við starfsmenn Reykjavíkurborgar um hvernig þjónusta eigi mismunandi hópa í borgarsamfélaginu.