Systkinaafsláttur þvert á skólastig

Skóli og frístund

""

Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 var tekinn upp systkinaafsláttur þvert á skólastig á gjaldskrám skóla- og frístundasviðs.

Systkinaafsláttur þvert á skólastig þýðir að 50% afsláttur verður nú veittur af gjöldum á frístundaheimili ef barnið á systkini í leikskóla eða hjá dagforeldri. Hingað til hefur aðeins verið veittur afsláttur innan skólastiga, þ.e.a.s. ef systkini eru bæði á leikskóla eða bæði á frístundaheimili. Þessi breyting tók gildi frá og með janúar 2015 og verða greiðsluseðlar næstu mánaðarmóta í samræmi við það.



Heildarupphæð sem ráðstafað verður í þennan afslátt á árinu  er um 100 milljónir króna. Aðrir systkinaafslættir af gjöldum verða óbreyttir, þ.e. vegna tveggja systkina eða fleiri í leikskóla eða hjá dagforeldri, á frístundaheimili eða í mataráskrift grunnskóla.

Leikskólagöld í Reykjavík nema um 13% af raunkostnaði við hvert barn í leikskóla. Gjöld í frístundaheimili nema 35% af raunkostnaði við hvert barn.