Svifryksmælingar í Reykjavík fyrsta dag ársins 2018

Heilbrigðiseftirlit Umhverfi

""

Hæsta sólarhringsmeðaltal svifryks frá upphafi mælinga var við Grensásveg á nýársdag, það var hærra en í eldgosunum í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum. Hæsta hálftímagildið mældist kl. 1:30 í stöðinni við Grensás, 2.506  míkrógrömm á rúmmetra. Sólarhringssvifryksmengun var yfir mörkum á öllum mælistöðvum Reykjavíkurborgar. 

Fyrsta klukkustund nýárs einkenndist meðal annars af svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu. Svifryk er fínasta gerð rykagna sem eiga greiða leið í öndunarfærin en heilsuverndarmörk á sólarhring miðast við 50 míkrógrömm á rúmmetra. Reykjavík var meðaltal þessa fyrstu stund ársins og fyrsta dag ársins á eftirfarandi mælistöðvunum:

Mælistöð kl. 00-01: Míkrógrömm á rúmmetra Sólarhringur: Míkrógrömm á rúmmetra
Grensás 1457 379
Fjölskyldu- og húsdýragarður 738 246
Farstöð I á Hringbraut 258 60
Farstöð II á Eiríksgötu 736 124

Styrkur svifryks fyrstu klukkustundina árið 2018 var 1.457 míkrógrömm á rúmmetra í mælistöðinni við Grensásveg í Reykjavík. Fyrstu klukkustundina árið 2017 var hann 1.451, 2016 var styrkurinn 363, 2015 var hann 215, 2014 var hann 245, 2013 var hann 475, árið 2012 var hann 1.014, árið 2011 var hann 284, og 2010 var hann 1.575 og það ár var allur dagurinn yfir heilsuverndarmörkum eða 225. 

Svifryk 2018 2017 2016 2015 2014 2013 2012 2011 2010
Grensás 1.457 1.451 363 215 245 475 1.014 284 1.575

Í loftgæðafarstöð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sem staðsett er við leikskólann Grænuborg við Eiríksgötu var meðaltalsstyrkur svifryks 736 míkrógrömm á rúmmetra fyrstu klukkustundina, í loftgæðafarstöð HER við Hringbraut  var hann 258 og í stöð UST í Fjölskyldu og húsdýragarðinum 738.

Meðaltalsstyrkurinn á Grensás á nýársdag í heild var 379 míkrógrömm á rúmmetra og fór styrkur svifryks því yfir sólahringsheilsuverndarmörkin. Heilsuverndarmörkin á sólarhring eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.  Svifryk var einnig fyrir sólarhringsmörkum í hinum þremur loftgæðamælistöðunum í Reykjavík. 

Hæsta hálftímagildið mældist kl. 1:30 í stöðinni við Grensás, 2.506  míkrógrömm á rúmmetra.

Það sem var sérstakt við nýársdag að þessu sinni var að styrkur svifryks hélst hár nær allan sólarhringinn en venjulega fellur styrkurinn hratt þegar líða fer á nóttina. Ástæðan er samspil veðuraðstæðna og mikils magns ryks í andrúmsloftinu. Við svona aðstæður liggur mengunin yfir borginni, mest í lægðum en einnig þyrlast hún upp með vegryki við umferðargötur.  

Er þetta hæsta sólarhringsmeðaltal svifryks sem mælt hefur verið við Grensásveg frá upphafi mælinga, hærra en í eldgosunum í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum.

Við Grensásveg fór styrkur svifryks 17 sinnum yfir sólarhringheilsuverndarmörk árið 2017 miðað við grunngögn. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks á www.reykjavik.is/loftgaedi en þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík.

Tengill 

Loftgæði í Reykjavík