Sundkortin hækka ekki

Fjármál Íþróttir og útivist

""

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að hækka stakan sundmiða fullorðinna í 900 kr. frá og með 1. nóvember. Um leið haldast sundkort óbreytt í verði ásamt öllum gjöldum fyrir börn í laugarnar. 

Stakur sundmiði fyrir börn mun áfram kosta 140 krónur en ef keypt eru sundkort er enn ódýrara fyrir börn að fara í sund eins og sést á töflunni.

Stakt gjald fyrir fullorðna fer í 900 krónur frá og með 1. nóvember en sundkort (fjölmiðakort), hálfsárskort og árskort haldast óbreytt í verði.

„Með því að hækka aðeins stök gjöld fullorðinna erum við í raun að komast hjá því að hækka afsláttarkortin. Hækkun gjalda í sund er einn af mörgum liðum í forgangsröðun fjármagns borgarinnar til þeirra verkefna sem mega ekki við niðurskurði eða verðhækkunum,“ segir Þórgnýr Thoroddsen formaður íþrótta- og tómstundaráðs.

 

Afsláttarkjör fullorðinna - verða og afsláttur miðað við fullt verð.

Afsláttarkjör barna - verð og afsláttur miðað við fullt verð.

* Miðað er við að þeir sem eiga árskort og sex mánaða kort fari þrisvar sinnum í sund í viku.