Sumarið sungið inn í hverfum borgarinnar

Íþróttir og útivist Mannlíf

""

Sumardagurinn fyrsti, fimmtudagurinn 20. apríl, verður haldinn hátíðlegur í öllum hverfum borgarinnar með lúðrablæstri, skrúðgöngum og hoppukastölum. Dagskrá verður á vegum frístundamiðstöðva, skátafélaga og íþróttafélaga og Dr. Bæk verður á þeytingi um borgina að undirbúa hjólin fyrir sumarið. 

Hátíðarhöld í hverfum borgarinnar  - sjá auglýsingu



Árbær

Kl. 9:00-11:00 verður frítt í Árbæjarlaug

Dr. Bæk verður á staðnum og býður öllum sem mæta með hjólin sín upp á ástandsskoðun.

Kl. 11:00 Skrúðganga leggur af stað frá Árbæjarlaug að Árbæjartorgi

Kl. 11:30 Sumarhelgistund í Árbæjarkirkju, sumarið sungið inn

Kl. 12:00–13:30 Sumarhátíð á Árbæjartorgi

Skemmtidagskrá í Árseli. Veitingasala,kynningar o.fl.

Hoppukastalar

Meistaraflokkar Fylkis leika við hvern við sinn fingur á battavelli Árbæjarskóla

Kl. 13:30–15:00 Dagskrá hjá skátafélaginu Árbúum, Hraunbæ 123. Veitingasala

Bústaðahverfi

Kl. 12:00 Víkingar grilla við Grímsbæ í boði 10-11.

Kl. 13:00 Skrúðganga leggur af stað að Bústaðakirkju með Skólahljómsveit Austurbæjar.

Fánaberar úr röðum Víkinga og skáta.

Kl. 13:30 Dagskrá í Bústaðakirkju; barnakórar kirkjunnar, línudans eldri borgara í Hæðagarði, ávarp Dóru Magnúsdóttur og Theodórs Guðmundssonar, söngatriði frá Bústöðum og Una Stefánsdóttir stígur á stokk.

Eftir samveru í kirkjunni er dagskrá í Víkinni með hoppukastala, víkingshlaupi, andlitsmálun, þrautum, myndasýningu leikskólanna og glæsilegu kökuhlaðborði.

Breiðholt

Kl. 13-16:00 Dagskrá við félagsmiðstöðina Hólmasel

  • Sigurvegari í hæfileikakeppni frístundaheimilanna, Breiðholt got talent
  • Guðrún Ýr Guðmundsdóttir, sigurvegari í söngkeppni Breiðholts
  • Dans Brynju Péturs
  • BMX strákarnir sýna dans
  • Karitas, sigurvegari The voice

Skátafélögin Segull og Hafernir verða með dagskrá við Andapollinn.

ÍR kynnir starfsemi sína. 

Grafarholt

Kl. 10:00 Framhlaupið ræst í Leirdalnum. Skráning hefst kl. 9:30 við Leirdalshúsið. Hlaupið er í tveimur flokkum 3 km og 5 km. Verðlaun fyrir 3 efstu sæti í hvorum flokki. Börn (12 ára og yngri) og fullorðnir (13 ára og eldri). Öll börn fá verðlaunapening.

Kl. 11:00 Dýrablessun í Guðríðarkirkju

Kl. 13:00 Skrúðganga, með lúðrasveit Grafarvogs og Grafarholts í broddi fylkingar, leggur af stað frá Sæmundarskóla að Guðríðarkirkju.

  • Helgistund í Guðríðarkirkju
  • Skemmtun úti og inni
  • Hoppukastalar
  • Andlitsmálning við Guðríðarkirkju
  • Krotað á kirkjustétt - Krítað á kirkjustétt

Kl. 14:00 Jón Jónsson tónlistarmaður í Guðríðarkirkju

Kl. 14:30 Frambingó og kaffi- og veitingasala í Guðríðarkirkju til styrktar yngri flokkum Fram

Grafarvogur

Kl. 11:00 Skrúðganga frá Spöng að Rimaskóla. Skátafélagið Hamar og Skólahljómsveit Grafarvogs leiða gönguna

Kl. 11:30 – 14:00 Fjölbreytt dagskrá í og við Rimaskóla;

  • Aron Hannes syngur
  • Blaðrarar gefa blöðrudýr
  • Atriði frá félagsmiðstöðvum og frístundaheimilum Gufunesbæjar
  • Skólahljómsveit Grafarvogs
  • Kynningar á sumarstarfi Gufunesbæjar, Fjölnis og fl.
  • Hoppukastalar og leiktæki
  • Andlitsmálun
  • Veitingasala

Nánari upplýsingar á: www.gufunes.is, www.midgardur.is og http://fjolnir.is/



Háaleiti 

Kl. 11:00-13:00 Frístundaheimili og félagsmiðstöðvar bjóða allri fjölskyldunni til veislu við hús Kringlumýrar, Safamýri 28. Fagnið sumrinu með okkur!

  • Loftboltar
  • Hoppukastali
  • Skylmingar
  • Léttar veitingar

Laugardalur

Kl. 12:30 Skátafélagið Skjöldungur leiðir skrúðgöngu frá Langholtskirkju að Dalheimum

Kl. 13-15:00 Dalheimar  

  • Grillaðar pulsur (+bulsur)
  • Foosball frá skátunum
  • Andlitsmáling
  • Skylmó
  • Frisbígolf
  • Körfubolti
  • Skotbolti

Miðborg og Hlíðar

Kl. 13 -15:00 Leikir, gleði og stuð á Klambratúni

  • Bubblubolti - skráning á goo.gl/aRNAj2
  • Folf og Stinger- frisbígolf og körfubolti
  • Dr. Bæk mætir og veitir fría skoðun á öllum hjólhestum.
  • Pylsur í boði á meðan birgðir endast

Hólavallakirkjugarður: Heimir B. Janusarson garðyrkjumaður leiðir göngu um garðinn kl. 10 -11:00

Sundhöllin er opin frá kl. 10 -18:00

Vesturbær

Kl. 12-14:00 Melaskóli

  • Bubblubolti – skráning á goo.gl/aRNAj2
  • Ratleikur um hverfið
  • Hjólaleikfélagið – með þrautabrautir og hjólaleikni.
  • Dr. Bæk mætir og veitir fría skoðun á öllum hjólhestum. 
  • Pylsur í boði á meðan birgðir endast

Hólavallakirkjugarður: Heimir B. Janusarson garðyrkjumaður leiðir göngu um garðinn kl. 10 -11:00

Vesturbæjarlaug – opin frá kl. 9 -18:00