Skólagarðar eru nú matjurtagarðar fjölskyldunnar

Umhverfi Skóli og frístund

""

Þar sem áður voru skólagarðar eru nú matjurtagarðar sem einstaklingar, vinir og fjölskyldur búsettar í Reykjavík geta sótt um að rækta á sumrin.

Tvö hundruð matjurtagarðar verða í vor leigðir út á vegum borgarinnar í Skammadal, auk sex hundruð garða í hverfum borgarinnar. Opnað hefur verið fyrir umsóknir og hægt er að sækja um garð með því að senda tölvupóst á netfangið matjurtagardar@reykjavik.is.

Matjurtagarðarnir sem leigðir verða út eru í Breiðholti, Árbæ, Vesturbæ, Fossvogi, Laugardal og Grafarvogi. Það kostar 5.000 krónur að leigja og rækta 100m2 garðland í Skammadal en 4.400 krónur fyrir 20m2 skika innan borgarmarkanna.

Garðarnir verða tilbúnir til afhendingar upp úr miðjum maí og verður þá tilkynning sett á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Garðarnir verða afhentir uppstungnum og merktum. Hægt verður að komast í vatn hjá öllum görðum en plöntur og útsæði fylgja ekki með görðunum.

Ýmsan fróðleik má finna á heimasíðu Garðyrkjufélags Íslands.