No translated content text
Eins og undanfarin ár eiga íbúar þess kost að sækja sér salt og sand á hverfastöðvar og verkbækistöðvar Reykjavíkurborgar til að bæta öryggi á gönguleiðum í nágrenni sínu og heimkeyrslum.
Salt og sandur er aðgengilegur fyrir íbúa á eftirfarandi stöðum:
Þjónustumiðstöðin við Svarthöfða (hjá Stórhöfða)
Hverfastöðinni við Njarðargötu,
Hverfastöðinni í Jafnaseli,
Verkbækistöðinni við Árbæjarblett, Rafstöðvarvegi og
Hverfastöðinni á Kjalarnesi.
Stöðvarnar opna allar kl. 7.30 virka daga, en hafa mismunandi lengi opið. Þjónustumiðstöðin á Stórhöfða og stöðvarnar við Njarðargötu og Klambratúni hafa opið til kl. 16.00 mánudaga – fimmtudaga og til kl. 15:25 föstudögum.
Stöðvarnar við Jafnasel, við Rafstöðvarveg og á Kjalarnesi hafa opið til kl. 17:00 mánudaga -fimmtudaga en loka kl. 11:25 á föstudögum.
Íbúar eru hvattir til að hafa með sér ílát en einnig er mögulegt að fá poka á staðnum. Skóflur eru við sand- og salthrúgurnar.