Aðalfyrirlesari er Rekha Bhakoo skólastjóri og mun hún fjalla um nemendamiðað skólastarf í Newton Farm skólanum í London sem hún stýrir. Það hefur vakið athygli að Newton Farm skólinn hefur undanfarin ár verið í efsta sæti í samræmdum prófum í 11 ára bekk í Englandi þrátt fyrir að skólinn sé í hverfi þar sem meirihluti íbúa er af erlendum uppruna og tíðni atvinnuleysis er há. Eitt megineinkenni skólans er að ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eru ofin inn í allt fagstarfið. Erindi sitt kallar Bhakoo Promoting Pupil Voice through UNICEF Rights Respecting Schools.
Setning: Sigurborg Sif Sighvatsdóttir, kennari í Dalskóla
Ávarp: Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs.
Kl. 14:15 Samantekt: Helgi Grímsson sviðstjóri SFS
Kl. 14:20 Hvatningarverðlaun skóla – og frístundaráðs.
Skúli Helgason formaður skóla- og frístundaráðs afhendir verðlaunin.
kl. 15:10 - Málstofur
Einstaklingsmiðað nám gengur í báðar áttir, áhugi, styrkleikar og frumkvæði nemenda er virkjað en ekkert gerist af sjálfu sér. Eitthvað kveikir áhugann. Andri Snær Magnason veltir fyrir sér menntun í ljósi Parísarráðstefnunnar. Allt bendir til þess að miklar breytingar þurfi að verða á lífsháttum okkar til að minnka álag á lífkerfi jarðar svo ekki verði hrun. Börnin sem nú alast upp muni þurfa að endurhanna stóran hluta af mistökum 20. aldar en það er ekki endilega neikvætt verkefni, því fylgja margar spennandi áskoranir. Hvernig getur menntakerfið tekið þátt í þessum breytingum, plantað fræjum og vísað veginn. Umsjón Andri Snær Magnason.
Málstofustjóri: Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir
2. Öflug saman
Hagnýt vinnustofa með það að markmiði að kynna samvinnunám sem áhrifaríka kennsluaðferð til að efla samstarf og stuðla að virkri þátttöku og jöfnum tækifærum fjölbreytts nemendahóps. Þátttakendur kynnast hugmyndafræði samvinnunáms og fá tækifæri til að prófa slíkar aðferðir (Hámarksfjöldi 36).
Umsjón: Guðrún Ragnars og Aldís Yngvadóttir, sérfræðingar í kennslufræði Pestalozzi.
Málstofustjóri: Elísabet Helga Pálmadóttir
3. Nemendamiðað skólastarf í Norðlingaskóla – Myndband og umræður
Þátttakendur horfa á nýtt myndband sem sýnir hvernig hvernig kennsluhættir í Norðlingaskóla endurspegla áherslu á nemendamiðað skólastarf. Hugmyndin um nemendamiðað skólastarf vísar til þess að nemendur hafi áhrif á nám sitt og námsumhverfi. Samofið hugmyndinni er þörfin fyrir fjölbreytt námsframboð og kennsluhætti til að tryggja að allir nemendur hafi kost á námi við sitt hæfi. Jafnframt er sterk áhersla á mikilvægi samvinnu og lýðræðislegra vinnubragða.
Eftir sýninguna munu fulltrúar Norðlingaskóla sitja fyrir svörum og taka þátt í umræðum.
Málstofustjóri: Margrét Einarsdóttir
4. Erum við gagnrýnin á fjölmiðla og aðra miðla?
Í flestum nágrannalöndum okkar er talið afar mikilvægt er að nemendur á öllum skólastigum læri að umgangast fjölmiðla og nýja miðla með gagnrýnum hætti. Talið er mikilvægt að kennarar hafi grunnþekkingu á því hvernig beri að umgangast þessa miðla, hvar tækifærin liggja og hvað beri að varast. Á málstofunni er leitað svara við því hvernig hægt er að kenna nemendum að vera gagnrýnir á upplýsingar. Fjallað verður um þátt leitarvéla til að afla sér upplýsinga, mátt auglýsinga og markaðssetningar, hlutverk samfélagsmiðla við að dreifa upplýsingum og fleira. Kynntar verða tillögur að verkefnum sem hægt er að vinna með nemendum á öllum stigum grunnskólans.
Umsjón: Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar. Elfa Ýr hefur í gegnum starf sitt tekið þátt í norrænu og evrópsku samstarfi um árabil til að stuðla að aukinni þekkingu barna og unglinga á hlutverki og áhrifum fjölmiðla. Hún hefur jafnframt haldið erindi og kenntfjölmiðlafræði, fjölmiðlarétt og miðlalæsi.
Málstofustjóri: Rósa Ingvarsdóttir
5. Hvernig vitum við þeirra hug?
Aukin áhersla á nemendamiðað skólastarf kallar á nýja nálgun og hugsunarhátt kennara og þeirra sem starfa með börnum og unglingum í skólaumhverfinu. Fjallað verður um fyrirkomulag svokallaðra stórfunda sem hafa fest sig í sessi svo um munar í sveitarfélaginu Lundi í Svíþjóð og skóla- og frístundasvið hefur einnig verið að prófa sig áfram með. Sagt verður frá tilraunaverkefni um aukið nemendalýðræði í Árbæjarskóla en síðast liðinn vetur var gerð áhugaverð og spennandi tilraun til að auka aðkomu nemanda að ýmsum þáttum skólastarfsins . Tveir grunnskólanemar og fulltrúar í Reykjavíkurráði ungmenna. Sigríður Halla Eiríksdóttir og Sindri Smárason, segja frá sínum hugmyndum um hvernig hægt er að virkja nemendur enn frekar í að móta og hafa áhrif á skólastarfið.
Þeir sem koma að málstofunni eru: Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri – fagskrifstofa SFS – frístundamál, Hulda Valdís Valdimarsdóttir verkefnisstjóri – fagskrifstofa SFS – frístundamál. Kristján Sturla Bjarnason frístundaráðgjafi Árbæjarskóla. Tveir fulltrúar Reykjavíkurráðs.
Málstofustjórar: Soffía Pálsdóttir og Hulda Valdís Valdimarsdóttir
6. Biophilia, Mixtúra og námsmöguleikar með nýrri tækni
Í málstofunni verður fjallað um upplýsingatækni í starfi SFS, símenntunarmöguleika og athyglinni beint sérstaklega að Biophilia menntaverkefninu og Mixtúru margmiðlunarveri skóla- og frístundasviðs.
Biophilia menntaverkefnið er þverfaglegt verkefni með aðkomu fræðimanna, vísindamanna, listamanna, kennara og nemenda. Það byggir á því að hvetja börn og kennara til að nýta sköpunargáfuna með því að tengja saman tónlist, tækni og náttúruvísindi á nýstárlegan hátt. Nemendur læra með virkri þátttöku, tilraunum, leik og sköpun. Biophilia menntaverkefnið er samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis, norrænu ráðuherranefndarinnar, Reykjavíkur, Háskóla Íslands og Bjarkar Guðmundsdóttur.
Mixtúra, nýtt margmiðlunarver skóla- og frístundasviðs kynnir starfsemi og aðstöðu sína. Fjallað verður um verkefni eins og Stelpur filma, Augað – stuttmyndahátíðir hverfanna, þjónustu úti í skólum, námskeið fyrir nemendur kennara og aðgengi að tækjabúnaði.
Umsjón: Erla Stefánsdóttir, forstöðumaður Mixtúru, Guðrún S. Ólafsdóttir, kennari Fossvogsskóla, Harpa Rut Hilmarsdóttir, verkefnastjóri barnamenningar og Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri UT-verkefna.
Málstofustjóri: Þorbjörg St. Þorsteindóttir