Opið hús um nýtt deiliskipulag fyrir Leirtjörn og Úlfarsárdal

Skipulagsmál

""

Verið velkomin á opið hús um nýtt deiliskipulag fyrir Leirtjörn og Úlfarsárdal.

Opið hús um nýtt deiliskipulag fyrir Leirtjörn og Úlfarsárdal

Miðvikudaginn 7. júní kl. 17.30-19.30 í Dalskóla – út í Móa.

Verið velkomin á opið hús um nýtt deiliskipulag fyrir Leirtjörn og Úlfarsárdal. Deiliskipulagshöfundar frá VA arkitektum og Landmótum sem og fulltrúar frá embætti skipulagsfulltrúa og samgöngudeild umhverfis og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar verða á staðnum, svara spurningum og taka við ábendingum.

Módel af svæðinu verður til sýnis ásamt breytingartillögum á spjöldum sem íbúar geta kynnt sér og aflað upplýsinga um. Auglýsingatíminn er sex vikur og stendur hann til 30. júní.

Verið öll velkomin.

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar.

Tengill

Frétt og skipulag

Auglýsing til að hengja upp