Ókeypis í sund og list fyrir framhaldsskólanema í verkfalli

Skóli og frístund Íþróttir og útivist

""

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að veita framhaldsskólanemum aðgang að sundlaugum og listasöfnum borgarinnar án endurgjalds á meðan verkfalli framhaldsskólakennara stendur frá og með föstudeginum 28. mars. 

Samþykkt var á fundi borgarráðs í gær, 20. mars, að veita framhaldsskólanemum aðgang að sundlaugum og listasöfnum borgarinnar án endurgjalds á meðan verkfalli framhaldsskólakennara stendur. Reykjavíkurborg lítur á þetta sem framlag  til að stuðla að virkni og bættri lýðheilsu nemenda þótt starfsemi framhaldsskólanna falli niður tímabundið. Þetta tekur þó ekki gildi strax því íþrótta- og tómstundasviði og menningar- og ferðamálasviði var falið að útfæra tillöguna með það að markmiði að hvetja til virkni innan hefðbundins skóladags. Útfærslan verður endanlega afgreidd á fundi borgarráðs fimmtudaginn 27. mars. Framhaldsskólanemar ættu því að geta sótt sundstaði og listasöfn borgarinnar án endurgjalds, á ákveðnum tímum,  frá og með föstudeginum 28. mars standi verkfallið ennþá þann dag.