Nýjar hugmyndir fyrir Hlemm og Mjódd

Stjórnsýsla Umhverfi

""

Reykjavíkurborg leitar að samstarfsaðilum til að vinna að nýjum hugmyndum fyrir miðstöðvar á Hlemmi og í Mjódd, en borgin tekur þar yfir húsnæði Strætó.  Vilji er til að færa meira líf inn í byggingarnar og að í Mjódd verði verslun og þjónusta og á Hlemmi lifandi veitinga- og matarmarkaður. 

Nýir rekstaraðilar munu taka þátt í að skipuleggja breytingar á hlutverki þessara tveggja staða í samvinnu við Reykjavíkurborg. Hlutverk rekstraraðila er að velja verslanir og veitingastaði til samstarfs, afla tilskilinna leyfa, sjá um kynningar- og markaðsmál og annast allan daglegan rekstur, þar með talið rekstur á salernum og öryggisvörslu.

Nánari upplýsingar: