Minningarganga um Birnu Brjánsdóttur

Mannlíf Samgöngur

""

Vegna göngu til minningar um Birnu Brjánsdóttur verður nokkrum götum í miðborginni lokað tímabundið síðdegis laugardaginn 28. janúar. Gangan leggur af stað kl. 16.30 frá Hlemmi og heldur niður Laugaveg að Ingólfsstræti og þaðan út á Arnarhól. Götum verður lokað meðan gangan fer hjá, en gera má ráð fyrir að Lækjargötu verði lokað að hluta fyrr um daginn og fram yfir athöfn á Arnarhóli.

Skipuleggjendur göngunnar halda úti síðu um viðburðinn á Facebook og nú síðdegis á föstudag  hafa yfir fjögur þúsund manns tilkynnt komu sína.  Skipuleggjendur hvetja þátttakendur að kveikja á kertum og koma fyrir á Arnarhóli. 

Nánari upplýsingar: