Hreinsum Reykjavík saman 6. maí - upplýsingar

Samgöngur Umhverfi

""

Hreinsunardagur Reykjavíkurborgar er 6. maí og þá er kjörið fyrir borgarbúa að hreinsa nærumhverfi sitt. Starfsfólk Reykjavíkurborgar liggur ekki á liði sínu þennan dag. 

Áhersla er lögð á opin leiksvæði en einnig geta íbúar valið sér svæði í kringum sig og tínt pappír, plast og annað sem fokið hefur í runna eða liggur í grasi. Hér eru gagngóðar upplýsingar fyrir þá sem vilja sækja sér poka eða fá frekari upplýsingar:

Þrjár hverfastöðvar Reykjavíkurborgar verða opnar, þær eru á Njarðargötu, Stórhöfða og í Jafnaseli. Starfsmenn á síma, og verkstjórjar á Njarðargötu,  Jafnaseli.  Einnig verða tveir flokkabílar úti. Veittar eru upplýsingar og pokar afgreiddir í síma 411 8420 (Njarðagata) og 411 8440 (Jafnasel) Þá verður starfsmaður á Stórhöfða þar sem hægt verður að nálgast poka. 

Hægt er að skrá sig á svæði og gefa upp hvar fulla poka verður að finna á skráningarsíðunni. Ruslapokar verða svo hirtir af leiksvæðum af starfsmönnum hverfastöðva borgarinnar við Jafnasel, eða Njarðargötu. Á skráningarsíðunni er einnig hægt að senda hvatningu sem birtist. Þá hafa fyrirtæki verið á skrá sig og einnig hafa skólar tekið þátt nú í vikunni en yfir stendur evrópska hreinsunarvikan 2.-7. maí. 

Gangi ykkur vel og látið vita hvernig gengur #hreinsumsaman og sendið myndir á facebook síðuna https://www.facebook.com/hreinsumsaman

Tenglar - fréttir - upplýsingar

http://reykjavik.is/hreinsumsaman

http://reykjavik.is/frettir/hreinsum-borgina-saman

https://www.facebook.com/hreinsumsaman

#hreinsumsaman

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/05/04/hreinsunardagur_i_borginni_um_helgina/