Frítt í strætó á bíllausa deginum föstudag

Samgöngur

""

Frítt í strætó föstudaginn 22. september í tilefni af evrópskri samgönguviku 2017. Allir Evrópubúar eru hvattir til að sinna erindum sínum án þess að nota einkabílinn. 

Í tilefni dagsins fer hjólalest af stað frá Suðurveri klukkan níu. Hjólalestin mun hjóla sem leið liggur til Hafnarfjarðar þar sem hin árlega hjólaráðstefna hefst í Bæjarbíó kl. 9:20. – Hjólum til framtíðar – Ráðstefnan er haldin í samvinnu við öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og hægt er að skrá sig á ráðstefnuna á www.lhm.is.

Á sama tíma verður hjólastígurinn í Fossvoginum, sem tengir saman Reykjavík og Kópavog, opnaður eða klukkan 9.05. Þaðan verður líka hægt að hjóla saman í Hafnarfjörðinn á hina árlegu hjólaráðstefnuna.

Málþing var haldið síðastliðinn mánudag um samgöngustefnur fyrirtækja og stofnana og eru fyrirlestrar nú aðgengilegir á netinu.

Tenglar

Dagskrá ráðstefnu Hjólum til framtíðar

Fyrirlestrar á málþingi um samgöngustefnur