Friðarsúlan í Viðey tendruð kl. 21 þann 9. október -Yoko Ono kemur til landsins

Mannlíf Mannréttindi

""

Friðarsúlan í Viðey verður tendruð í 11. sinn með friðsælli athöfn á fæðingardegi Johns Lennons mánudaginn 9. október klukkan 21.00 og verður kveikt á henni til 8. desember sem er dánardagur hans. Yoko Ono býður upp á fríar siglingar yfir sundið. Þá verða á fríar  strætóferðir í kringum tendrunina.

Friðarsúlan í Viðey verður tendruð í 11. sinn með friðsælli athöfn á fæðingardegi Johns Lennons mánudaginn 9. október klukkan 21.00 og verður kveikt á henni til 8. desember sem er dánardagur hans. Yoko Ono býður upp á fríar siglingar yfir sundið. Þá verða á fríar  strætóferðir í kringum tendrunina. Yoko Ono ávarpar gesti í beinni útsendingu frá Höfða. 

Listasafn Reykjavíkur, Borgarsögusafn Reykjavíkur, Graduale Nobili, Sóley Stefánsdóttir, Svavar Knútur og Valur Freyr Einarsson halda úti dagskrá í Viðey sem hefst kl. 18.30 og stendur til 22.30. Óskatré Yoko Ono verða staðsett í Viðeyjarnausti og Viðeyjarstofu þar sem gestir geta skilið eftir óskir sínar í tengslum við frið. Þar verður einnig boðið uppá sölu á ljúffengum veitingum frá kl. 17.15-19.

Yoko Ono segir um heimsókn sína til landsins í tengslum við tendrunina:
,,Ísland er afar andlegur staður, ég skynja svo mikla orku þegar ég heimsæki landið. Í hraða nútíma samfélags er svo auðvelt að gleyma ást, friði, skilningi og orkunni í náttúrunni. Á Íslandi, sérstaklega í Viðey er hins vegar auðveldara að muna eftir hvað þetta er mikilvægt fyrir okkur öll og jörðina okkar. John hefði elskað það.“

SIGLINGAR OG STRÆTÓ
Siglingar fyrir tendrun kl. 18.00-20.30: Yoko Ono býður upp á fríar siglingar yfir sundið. Siglt er frá Skarfabakka.
Siglingar eftir tendrun frá kl. 21.45: Siglt er þar til lokið er að flytja gesti frá eyjunni. 
Strætó fyrir tendrun kl. 17.45-20.10: Fríar strætóferðir eru frá Hlemmi að Skarfabakka á 20 mínútna fresti. 
Strætó eftir tendrun kl. 22.00: Hægt verður taka strætó frá Skarfabakka að Hlemmi og þar til lokið verður að flytja gesti úr Viðey.

DAGSKRÁ Í VIÐEY
Kl. 17.15-19:
Veitingasala í Viðeyjarnausti og Viðeyjarstofu á ljúffengum veitingum.
Kl.18.30-19.30: Dagskráin hefst með leiðsögn á vegum Listasafns Reykjavíkur um verk Richards Serra í Viðey. Kl. 19.00 hefst söguganga á vegum Borgarsögusafnsins um byggð og sögu í eyjunni. Farið verður frá Viðeyjarstofu.
Kl. 19.30: Sóley Stefánsdóttir flytur tónlist í Viðeyjarnausti.
Kl. 20.40: Dagskráin við Friðarsúluna hefst með kórsöng Graduale Nobili undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar.
Kl. 21:  Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson heldur ræðu og Yoko Ono flytur svo ávarp í beinni útsendingu frá Höfða. Tendrað verður á Friðarsúlunni kl. 21.00. Kynnir kvöldsins er Valur Freyr Einarsson.
Kl. 21.30: Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur flytur tónlist í Viðeyjarnausti eftir athöfnina

FRIÐARSÚLAN
Friðarsúlan er útilistaverk eftir Yoko Ono sem var reist í Viðey árið 2007 til að heiðra minningu Johns Lennons. Friðarsúlan er tendruð árlega á fæðingardegi hans þann 9. október og lýsir til 8. desember sem er dánardagur hans. Listaverkið er tákn fyrir baráttu Ono og Lennons fyrir heimsfriði. Friðarsúlan, er í formi óskabrunns en á hana eru grafin orðin „að hugsa sér frið“ á 24 tungumálum en enska heitið er vísun í lagið „Imagine“ eftir John Lennon.