Borgarstjóri sendir samúðarkveðju til Parísar

Mannréttindi

""

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sent kveðju til borgarstjórans í París Anne Hidalgo. Þar vottar hann henni samúð vegna voðaverkanna á ritstjórnarskrifstofum Charlie Hebdo.

Yfirlýsingin fer hér á eftir:

Borgarstjóri Anne Hidalgo.

Ég votta yður fyrir hönd allra íbúa Reykjavíkur samúð vegna voðaverkanna í París 7. janúar síðastliðinn. Málfrelsi er grundvallarmannréttindi sem allt samfélagið þarf að standa vörð um. Hugur okkar er hjá íbúum Parísarborgar, fórnarlömbum árásarinnar, ættingjum þeirra og vinum.

Borgarstjórinn í Reykjavík

Dagur B. Eggertsson
 

Á frönsku:

Au Maire de Paris, Madame Anne Hidalgo

Je vous transmets, au nom de tous les habitants de Reykjavik, mon émotion et ma sympathie à la suite de la tuerie perpétrée à Paris le 7 janvier. La liberté d'expression est un droit de l'homme fondamental que toute société se doit de sauvegarder. Notre pensée va aux habitants de Paris, aux victimes de l'attentat ainsi qu'à leurs parents et amis.

Dagur B. Eggertsson, Maire de Reykjavik