Hverfisráð Háaleitis og Bústaða - 18. fundur

Hverfisráð Háaleitis og Bústaða

Hverfisráð Háaleitis

Ár 2004, fimmtudaginn 13. maí, var haldinn 18. fundur Hverfisráðs Háaleitis. Fundurinn, sem var opinn íbúum, var haldinn í Réttarholtsskóla og hófst kl. 20:00. Viðstaddir voru Anna Kristinsdóttir, formaður, Guðmundur Magnússon og Rúna Malmquist. Jafnframt sat fundinn Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, frá þróunar- og fjölskyldusviði, sem ritaði fundargerð. Gestir fundarins voru Ólafur Bjarnason forstöðumaður Verkfræðistofu Umhverfis- og tæknisviðs, Margrét Leifsdóttir hverfisstjóri á skipulags- og byggingarsviði, Helga B. Laxdal lögfræðingur á skipulags- og byggingarsviði og Björn Th. Árnason framkvæmdastjóri Félags íslenskra hljómlistarmanna.

Þetta gerðist:

1. Skipulagsmál í Háaleitishverfi.
Margrét Leifsdóttir sagði frá þeim svæðum í hverfinu sem nýverið hafa verið skipulögð og til stendur að skipuleggja á þessu ári. Að erindinu loknu var opnað fyrir fyrirspurnir úr sal.

2. Framkvæmdir við Tónlistarskóla FÍH.
Björn Th. Árnason kynnti framkæmdirnar við Tónlistarskólann og sýndi fundargestum hvernig svæðið mun líta út að framkvæmdunum loknum. Að kynningunni lokinni var opnað fyrir fyrirspurnir úr sal.

3. Hljóvist og hljóðmön við Miklubraut.
Ólafur Bjarnason sagði frá málum er tengjast hljóðvist og hljóðmön við Miklubraut. Að erindinu loknu var opnað fyrir fyrispurnir úr sal.

Fundi slitið kl. 21:45

Anna Kristinsdóttir
Guðmundur Magnússon Rúna Malmquist