Tillaga að starfsleyfi - Háskóli Íslands

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur unnið tillögur að starfsleyfi fyrir Háskóla Íslands að eftirfarandi staðsetningum:

  • VR 1-3 að Hjarðarhaga 2-6 og Raunvísindastofnun H.Í. að Dunhaga 5 vegna endurnýjunar starfsleyfis. Um er að ræða fræðslustarfsemi á æðra stigi og geymsla á gasi og öðrum hættulegum efnum sbr. lið 38 í viðauka IV í lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Í tillögunni er lagt til að um starfsemina gildi samræmd starfsleyfisskilyrði fyrir framhalds- og háskóla og almenn starfsleyfisskilyrði heilbrigðisnefndar Reykjavíkur fyrir mengandi starfsemi. Lagt er til að gildistími verði 12 ár.
  • Skipholti 37 vegna endurnýjunar starfsleyfis. Um er að ræða fræðslustarfsemi á æðra stigi og geymsla á gasi og öðrum hættulegum efnum sbr. lið 38 í viðauka IV í lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Í tillögunni er lagt til að um starfsemina gildi samræmd starfsleyfisskilyrði fyrir framhalds- og háskóla og almenn starfsleyfisskilyrði heilbrigðisnefndar Reykjavíkur fyrir mengandi starfsemi. Lagt er til að gildistími verði 12 ár.
  • Stapa, Hringbraut 29 vegna endurnýjunar starfsleyfis. Um er að ræða fræðslustarfsemi á æðra stigi og geymsla á gasi og öðrum hættulegum efnum sbr. lið 38 í viðauka IV í lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Í tillögunni er lagt til að um starfsemina gildi samræmd starfsleyfisskilyrði fyrir framhalds- og háskóla og almenn starfsleyfisskilyrði heilbrigðisnefndar Reykjavíkur fyrir mengandi starfsemi. Lagt er til að gildistími verði 12 ár
  • Læknagarði að Vatnsmýrarvegi 16 vegna endurnýjunar starfsleyfis. Um er að ræða fræðslustarfsemi á æðra stigi, geymsla á gasi og öðrum hættulegum efnum, starfsemi þar sem notað er kælikerfi sem inniheldur flúoraðar gróðurhúsalofttegundir eða ósoneyðandi efni sem og þjónusta við þau kerfi. Í tillögunni er lagt til að um starfsemina gildi samræmd starfsleyfisskilyrði fyrir framhalds- og háskóla, almenn starfsleyfisskilyrði heilbrigðisnefndar Reykjavíkur fyrir mengandi starfsemi og starfsskilyrði fyrir starfsemi þar sem notað er kælikerfi sem inniheldur flúoraðar gróðurhúsa lofttegundir eða ósoneyðandi efni sem og þjónusta við þau kerfi. Lagt er til að gildistími verði 12 ár.
  • Náttúrufræðahúsinu Öskju að Sturlugötu 7 vegna endurnýjunar starfsleyfis. Um er að ræða fræðslustarfsemi á æðra stigi, geymsla á gasi og öðrum hættulegum efnum, starfsemi þar sem notað er kælikerfi sem inniheldur flúoraðar gróðurhúsalofttegundir eða ósoneyðandi efni sem og þjónusta við þau kerfi. Í tillögunni er lagt til að um starfsemina gildi samræmd starfsleyfisskilyrði fyrir framhalds- og háskóla, almenn starfsleyfisskilyrði heilbrigðisnefndar Reykjavíkur fyrir mengandi starfsemi og starfsskilyrði fyrir starfsemi þar sem notað er kælikerfi sem inniheldur flúoraðar gróðurhúsa lofttegundir eða ósoneyðandi efni sem og þjónusta við þau kerfi. Lagt er til að gildistími verði 12 ár.
  • Haga Hofsvallagötu 53 og að Neshaga 16 vegna endurnýjunar starfsleyfis. Um er að ræða fræðslustarfsemi á æðra stigi og geymsla á gasi og öðrum hættulegum efnum sbr. lið 38 í viðauka IV í lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir í Haga og olíugeymi til eigin nota að Neshaga 16. Í tillögunni er lagt til að um starfsemina gildi samræmd starfsleyfisskilyrði fyrir framhalds- og háskóla og almenn starfsleyfisskilyrði heilbrigðisnefndar Reykjavíkur fyrir mengandi starfsemi. Lagt er til að gildistími verði 12 ár.

Gögn vegna tillögunnar eru aðgengileg á vef Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur https://reykjavik.is/tillogur-ad-starfsleyfi-i-auglysingu á tímabilinu 10. júlí til 10. ágúst 2023. Á  þeim tíma er öllum heimilt að senda inn athugasemdir og ábendingar við tillöguna. Athugasemdir skulu vera skriflegar og sendar Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á netfangið heilbrigdiseftirlit@reykjavik.is.