Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar - áramótabrennur 2023/2024

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, skrifstofa reksturs og umhirðu borgarlandsins, - 10 áramótabrennur, á eftirtöldum stöðum:
Ægisíða - við Suðurhlíðar, neðan við Fossvogskirkjugarð - í Gufunesi - á Geirsnefi - við Suðurfell - við Kléberg á Kjalarnesi - við Rauðavatn - í Laugardal neðan við Laugarásveg 18 - í Skerjafirði, gengt Skildinganesi 48-52 og á athafnasvæði Fisfélagsins við rætur Úlfarsfells

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur unnið tillögu að tímabundnum starfsleyfum þann 31. desember 2023 til 1. janúar 2024 fyrir áramótabrennur í Reykjavík. Í tillögunni er lagt til að um starfsemina gildi samræmd starfsleyfisskilyrði fyrir brennur og leiðbeinandi reglur fyrir áramótabrennur. Gögn vegna tillögunnar eru aðgengileg á vef Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Á tímabilinu 25. október til 22. nóvember 2023 er öllum heimilt að senda inn athugasemdir og ábendingar við tillögurnar. Athugasemdir skulu vera skriflegar og sendar Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á netfangið heilbrigdiseftirlit@reykjavik.is.