Kjalarnes - Saltvík
Breyting á deiliskipulagi
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 15. mars 2023 og borgarráðs Reykjavíkur þann 30. mars 2023 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Saltvíkur á Kjalarnesi. Í breytingunni sem lögð er til felst að færa reiti C og D til að koma reitunum nær núverandi vegi og koma jafnframt reit C fjær reit B. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillöguna má nálgast á vefnum, www.reykjavik.is, undir skipulag í kynningu. Einnig má nálgast tillöguna á tölvuskjá hjá þjónustufulltrúa í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, mánudaga til fimmtudaga kl. 8:30 – 16:00 og föstudaga kl. 8:30–14:30 frá 25. apríl 2023 til og með 9. júní 2023. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna.
Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@reykjavik.is, eigi síðar en 9. júní 2023. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti.
Umhverfis- og skipulagssvið notar þær persónugreinanlegu upplýsingar sem settar eru fram vegna athugasemda við skipulag, s.s. kennitölu, nafn og netfang í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna borgarbúa. Að auglýsingarferli loknu eru gögn varðveitt í 30 ár og flytjast að þeim tíma liðnum til Þjóðskjalasafns Íslands skv. lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn. Nánari upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga hjá Reykjavíkurborg má finna hér.
Vakin er athygli á því að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og birtast meðal annars nöfn borgarbúa í fundargerðum skipulags- og samgönguráðs á netinu.