Reglur og skilmálar vegna sumarstarfa
Sumarstörf hjá Reykjavíkurborg 2022
- Almennt er opið fyrir umsóknir um sumarstörf hjá Reykjavíkurborg frá 11. febrúar til 14. mars. Undantekning á umsóknarfresti getur verið á ákveðnum starfsstöðvum borgarinnar sökum eðli starfseminnar. Nánari upplýsingar um umsóknarfresti er að finna á www.reykjavik.is/sumarstorf.
- Markmiðið er að bjóða ungmennum, fæddum 2005 og eldri, almenn sumarstörf og afleysingastörf hjá stofnunum borgarinnar.
- Almennt þurfa umsækjendur að hafa náð 20 ára aldri til að vera ráðnir sem leiðbeinendur á sumarnámskeiðum eða við öryggisstörf. Hjá Vinnuskóla Reykjavíkur er lágmarksaldur leiðbeinenda 22 ár en liðsmanna og aðstoðarleiðbeinenda 20 ár.
- Ráðningartími er 4-12 vikur.
- Þau ungmenni sem lögheimili eiga í Reykjavík hafa forgang í störf hjá Reykjavíkurborg.
- Umsókn um starf jafngildir ekki ráðningarsamningi.
- Ef umsækjandi fær höfnun á starfsumsókn sinni, getur hann mögulega fengið tilboð um starf á annarri starfsstöð Reykjavíkurborgar.
- Sérstakar reglur eru um Skapandi sumarstörf en þar starfar sérstakur faghópur að úrvinnslu umsókn, sjá nánar í viðkomandi umsóknum.
- Einungis er hægt að sækja um störf rafrænt á www.reykjavik.is/sumarstorf.
- Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að breyta reglum þessum án fyrirvara.
- Hitt húsið býður upp á aðstoð fyrir einstaklinga 16-25 ára í leit að sumarstarfi.